Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

Sverrir Geirdal

Auðvarpið fjallar um vísindalega nýsköpun frá öllum hliðum.

Hvað er vísindaleg nýsköpun?

All Episodes

16. þáttur er helgaður, já þið giskuðu rétt, hann er helgaður hugverkarétti.  Í þessum þætti leggjum við áherslu á fólkið, á launþega og spjöllum um samfélag framtíðarinnar sem gæti verið samfélag hugverksins.  Formaður BHM Friðrik Jónsson og formaður Samtaka Iðnaðarins Árni Sigurjónsson skrifuðu saman grein um hugverkaiðnaðinn.  Þar sáu þeir tveir herramenn marga snerti fleti á milli launþega og atvinnurekenda er varðar uppbyggingu og hönnun á samfélagi byggt á hugverkum.Friðrik er viðmælandinn í þessum þætti, þar sem við fjöllum um gildi hugverkarétts og áhrif á líf launamannsins.  Hvaða áskoranir og tækifæri felast í hugverkarétti?  Hvers ber að varast og hvaða viðhorf eru ríkjandi.  Hvernig teymisvinna og samtal er affærasælast til árangurs? Þó að leiðtogar launþega og atvinnurekenda geti á stundum tekist á um ýmis mál þá er líka hægt að ræða saman um það sem sameinar.  Uppbygging hugverkaiðnaðar á Íslandi er sameiginlegt hagsmunamál beggja.Við ræðum um höfundarétt, hversu flókinn hann getur verið.  Hvernig stjórnsýslan þarf að aðlagast nýjum tímum og svara þannig kalli samfélagsins til þverfaglegrar vinnu og samstarfs.  Því aðeins þannig tökumst við á við verkefni nútímans og framtíðarinnar,  með samvinnu!Við minnumst á Terminator, vitvélar, gervigreind, Purrk Pillnik og að þora, treysta og gera!Hlustum og lærum, skiljum og hlægjum!

Nov 19

50 min 44 sec

15. þáttur er helgaður hugverkarétti,  hvernig sá réttur er lykillinn að samkeppnisforskoti og almennt betra lífi hér á landi.  Bæði fyrir fyrirtækin og fólkið okkar.Hugverkastofa stendur fyrir mjög svo áhugaverðri afmælisráðstefnu þann 4. Nóvember 2021,  þar sem haldið verður upp á 30 ára afmæli stofunnar með því að ræða hugverkarétt í tengslum við sjálfbærni – aldeilis þarft og áhugavert efni,  sem við förum aðeins inná í þættinum. Við fáum Sigríði Mogensen sviðsstjóra iðnaðar og samkeppnissviðs Samtaka iðnaðarins og Jón Gunnarsson samskiptastjóra Hugverkastofu til okkar að þessu sinni.Við Íslendingar, með okkar frábæru frumkvöðla eigum erindi inn á alþjóðasviðið. Við getum haft áhrif með rannsóknum og uppgötvunum á þeim sviðum sem Ísland er hvað sterkast í, eins og vistvænni orku, sjávarútvegi, loftslagstengdum verkefnum og fl..  Til að tryggja verðmætasköpun í því starfi er nauðsynlegt að huga að verndun hugverka.Óáþreifanleg verðmæti eru þau verðmæti sem í framtíðinni munu skapa hagsæld,  bæði hér á landi og í heiminum öllum.Fyrirtækjum sem eiga hugverkarétt vegnar betur, vaxa hraðar og borga hærri laun.  Leiðin út úr núverandi stöðu er varðar líf á jörðinni er í gegnum nýsköpun í iðnaði.  Þar getum við gert miklu betur með því að grænvæða ferla, aðföng og umgengni.  Þar getum við Íslendingar náð forskoti og hjálpað heiminum.Allt þetta og miklu meira í 15. Þætti Auðvarpsins

Nov 2

33 min 56 sec

Í þessum 14. þætti Auðvarpsins ræðum um mjög áhugavert og heitt mál í samtímanum; Gervigreind og vitvélar.  Hvað er Gervigreind?  Hvernig skilgreinum við greind og getur hún yfirleitt verið gervi?  Dr. Kristinn R. Þórisson forstöðumaður Vitvélastofnunar Íslands er gestur þáttarins.  Dr. Kristinn er margfróður um umræðuefnið og hjálpar okkur að skilja fyrirbærið greind og gervigreind.  Hvar eru fræðin stödd?  Sömuleiðis ræðum við um áhrifin á samfélagið okkar.  Við ræðum um misskiptingu valds og auðs.  Mun gervigreindin minnka misskiptinguna eða ýta undir annarskonar misskiptingu?  Mun okkar norræna velferðarríki lifa af þessa byltingu sem fram undan er? Ef ekki hvað kemur þá í staðinn? Hverjar eru ógnanirnar og ekki síður hver eru tækifærin sem við okkur blasa,  smágagnalandinu Íslandi.  Hvað þurfum við að gera til að nýta okkur þróunina og bæta hag lands og þjóðar.  Getum við bætt umhverfið, innviðina og skilgreint betur hlutverkin til að flýta þróuninni?  Aldeilis,  segir Kristinn.Er lausnin á umferðarvanda Reykjavíkurborgar fólgin í nýtingu gervigreindar?  Ef svo hvað þurfum við að gera?  Getum við nýtt vegina betur?  Er það t.d. úrelt fyrirbæri að nota bara helminginn af veginum í hverja átt?  Þegar mikil umferð er vestur í bæ af hverju notum við ekki allar akreinarnar til að komast þangað?  Er hægt að stýra umferð í takt við álag með hjálp vitvéla? Svarið er í 14. þætti Auðvarpsins. 

Oct 26

1 hr 9 min

Í þessu Auðvarpi ræðum við um mál málanna.  Hvernig fæðum við heiminn?  Hvernig nýtum við vísindin til að efla fæðuöryggi, bæði okkar og alls heimsins. Er erfðafræði svarið? Eru skordýrin svarið?  Hvernig nýtum við tímavélar til að flýta þróun plantna þannig að þær þjóni okkur betur, séu “umhverfisvænni“, að þær geti betur varist sjúkdómum og ásókn sníkjudýra.Hver eru tækifærin á Íslandi og hvernig stuðlum við að samtali á milli vísinda, bænda og samfélagsins.  Hvernig getur hið opinbera hjálpað.Við komum með lausnina á því hvernig búvörusamningar ættu að vera settir upp.  Til að ýta undir nýsköpun og framþróun.Já – svörin eru öll í Auðvarpinu,  eftir rétt tæplega klukkutíma verður heimurinn betri!

Oct 11

1 hr 1 min

X-Nýsköpun Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson er fulltrúi Viðreisnar í síðasta pólitíska þættinum,  allavega í bili. Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun,  þekkingu,  hlutverk ríkisins í stýringum á áherslum í nýsköpun.  Jón hefur verið viðloðandi nýsköpunarumhverfið í langan tíma og hefur frá mörgu að segja.Tólfti þáttur Auðvarpsins er jafnframt sjötti og síðasti þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum.  Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.  Í þessum þætti deilir Jón með okkur sinni sýn.  Hann varar okkur við of mikilli stýringu,  fer yfir fortíðina og hvað við getum lært af fyrri áherslum og ákvörðunum,  t.d. er varðar loðdýrarækt og innleiðingu hitaveitunnar.  Hann fer sömuleiðis yfir eigin feril í nýsköpun,  hvernig hann ásamt félögum sínum sá tækifæri í geisladisknum og hvernig það tækifæri kom og fór.X-Nýsköpun

Aug 18

41 min 9 sec

X-Nýsköpun Ólafur Þór GunnarssonÓlafur Þór Gunnarsson kemur hjólandi í þennan þátt.  Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun,  þekkingu,  hlutverk ríkisins í Nýsköpun og margt margt fleira.  Eins og við er að búast er lækninum Ólafi tíðrætt um nýsköpun í heilbrigðisgeiranum.Ellefti þáttur Auðvarpsins er jafnframt fimmti þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum.  Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.  Hvernig nýtum við okkur þekkingu og hugmyndir fólksins í landinu til að byggja upp betra samfélag?  Gerist þetta að sjálfu sér og hvernig geta stjórnvöld hjálpað?Í þessum þætti er áherslan á heilbrigðistæknina,  hvernig ýtum við undir og hjálpum okkar fólki að skapa og gera samfélagið betra.  Eru t.d. viðbrögð okkar og stjórnun í heilbrigðiskerfinu á tímum heimsfaraldurs til útflutnings?  Ólafur fer yfir málið ásamt því t.d. að ræða hvernig samfélagið getur ýtt undir ábyrga hegðun frumkvöðla með því að vera til staðar í upphafi og styðja vel við bakið á nýsköpun.X-Nýsköpun

Jul 16

46 min 58 sec

X-Nýsköpun, Smári McCarthySmári McCarthy er gestur okkar í þessum þætti.  Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun,  þekkingu,  hlutverk ríkisins í Nýsköpun og margt margt fleira.  T.d. hvernig við Íslendingar gætum eignast okkar eigin geimfara.Tíundi þáttur Auðvarpsins er jafnframt fjórði þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum.  Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.  Hvernig nýtum við okkur þekkingu og hugmyndir fólksins í landinu til að byggja upp betra samfélag,  þurfum við að hjálpa fólki til að nýta sér þekkingu sína?  Er kerfið að hjálpa eða þvælast fyrir.Í þessum þætti fer fráfarandi þingmaður Pírata,  Smári McCarthy vel yfir sínar áherslur á tækifærunum sem við okkur blasa.  Segja má að þar sem Smári er að hætta í pólitík sé hann skemmtilega opinn og hispurslaus í sinni orðræðu.  Hann fer inná samanburð á Íslandi og Suður Kóreu ásamt að velta fyrir sér af hverju við Íslendingar erum feimnir við að gerast aðilar að erlendum stofnunum.  X-Nýsköpun

Jul 2

56 min 43 sec

X-Nýsköpun, Logi EinarssonLogi Einarsson er gestur okkar í þessum þætti, sem ber undirtitilinn „með Loga“.  Hann fer yfir hugmyndir sínar og Samfylkingarinnar um vísindalega nýsköpun og hlutverk hennar í framþróun samfélagsins.Níundi þáttur Auðvarpsins er þriðji þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum.  Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.  Hvernig byggjum við upp þekkingasamfélag þar sem við nýtum okkur framþróun í vísindum og rannsóknum samfélaginu til heilla?Í þessum þætti fer formaður Samfylkingarinnar,  Logi Einarsson vel yfir sínar áherslur á tækifærunum sem við okkur blasa og eins hvers ber að varast.  Að við þurfum líka að huga að siðfræðinni og áhrifa þeirra breytinga sem eru samfara framþróun á fólkið í landinu.  Hann ræðir um Unuhús, Loka Laufeyjarson og bóndann á Hala.  X-Nýsköpun

Jun 25

41 min 2 sec

X-Nýsköpun, Lilja AlfreðsdóttirLilja Alfreðsdóttir er gestur okkar í þessum þætti.  Hún fer yfir hugmyndir sínar og Framsóknarflokksins um vísindalega nýsköpun og hlutverk hennar í framþróun samfélagsins.Áttundi þáttur Auðvarpsins er annar þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum.  Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.  Hvernig byggjum við upp þekkingasamfélag þar sem við nýtum okkur framþróun í vísindum og rannsóknum samfélaginu til heilla?Í þessum þætti fer Mennta og Menningarmálaráðherra,  Lilja Alfreðsdóttir vel yfir sínar áherslur á tækifærunum sem við okkur blasa og hvernig við sem samfélag getum nýtt okkur vísindin og nýsköpun til að grípa þau.  Hún fer yfir mikilvægi 4. stoðarinnar, hugverkaiðnaðarins í efnahaglegu tilliti, tækifærin í landbúnaði og fl.X-Nýsköpun

Jun 3

18 min 23 sec

X-Nýsköpun, Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir heimsækir okkur Einar Mäntylä í Grósku og deilir sínum hugmyndum um hlutverk vísindalegrar nýsköpunar í samfélaginu okkar.Sjöundi þáttur Auðvarpsins er í raun fyrsti þáttur sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum.  Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.  Hvernig byggjum við upp þekkingasamfélag þar sem við nýtum okkur framþróun í vísindum og rannsóknum samfélaginu til heilla?Fyrst til að stíga á stokk er ráðherra nýsköpunarmála Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur.  Í þættinum förum við yfir víðan völl tækifæranna.  Ræðum útflutning á vetni, húshitun í Þýskalandi,   hvernig hitaveituvæðingin var ígildi tunglskots á sínum tíma.  Hvernig við getum sannanlega haft áhrif til góðs á  hnattrænar áskoranir eins og loftslagsmálin, orkuskiptin og fleira.X-Nýsköpun

Jun 3

46 min 1 sec

Dagana 4. til 7. maí 2021 stendur Auðna Tæknitorg fyrir lausnamóti í samstarfi við Landsbjörgu og fleiri aðila.  Hugmyndin að baki lausnamótinu er að stefna saman hópi fólks með mismunandi menntun, bakgrunn og reynslu til að hanna og setja fram lausnir á fyrirfram skilgreindum áskorunum.       Áskoranirnar koma frá björgunarsveitarfólkinu sjálfu og var safnað saman í aðdraganda lausnamótsins.       Í þættinum förum við yfir fjölbreytt hlutverk björgunarsveita á Íslandi og þær áskoranir sem þær standa frammi fyrir á hverjum degi.  Við ræðum hvernig við sem samfélag getum hjálpað björgunarsveitunum.  Hvernig getum við orðið að liði við að bregðast við þessum áskorunum og komið með lausnir? Lausnir sem síðar gætu orðið að búnaði eða vöru sem gæti gagnast björgunarsveitum um allan heim í störfum sínum.  Getum við t.d. nýtt okkur reynslu Evrópsku Geimvísindastofnunarinnar (ESA) við gerð hlífðarfatnaðar eða næringar?        Til að þetta megi takast þurfum við fjölbreyttan hóp þátttakenda, allt frá listamönnum, næringafræðingum og heilbrigðisstarfsfólki til tölvunarfræðinga  og verkfræðinga og allt þar á milli.         Allar frekari upplýsingar um samstarfsaðila, dagskrá og fyrirkomulag er að finna á audna.is Skráning er hér: https://ice-sar.missions.dev/en/event/

Apr 28

39 min 23 sec

Í tilefni af alþjóðadegi hugverkaverndar - World Intellectual Property day, þann 26. apríl 2021 fáum við Tatjönu Latinovic hugverkastjóra Össurar og Guðmund Þór Reynaldsson hugverkastjóra Marel í heimsókn.  Hugverkadagurinn er að þessu sinni helgaður áhrifum hugverka á rekstur, viðgang og vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þó hvorki Össur né Marel teljist lítil eða meðalstór fyrirtæki í dag þá voru þau það sannanlega í upphafi. Það er því fróðlegt að fá innsýn inn í hvernig þessi tvö fyrirtæki, sannkölluð krúnudjásn íslensks nýsköpunarumhverfis, líta á hugverkavernd. Við ræðum hugverkastefnu þessara fyrirtækja og hvernig hugverkavernd hefur verið lykilþáttur í að skapa þessum alþjóðlegu risum samkeppnisforskot.  Einnig förum við yfir hvað minni nýsköpunarfyrirtæki geta lært og hvaða áherslu íslenskt samfélag ætti að leggja til að ýta undir jákvæða þróun á þessu sviði. Hvernig nýtum við okkur hugverkavernd til að skapa okkur samkeppnisforskot?

Apr 26

57 min 19 sec

Fjórði þáttur fjallar um hugverkavernd.     Krúnudjásn,  hvað er það?  Hvað gerist við verðmæti Apple ef höfuðstövarnar brenna? Af hverju þarf bara eina Hugverkastofu á Íslandi?  Hver er með einlaleyfi á einkaleyfum?      Jón Gunnarsson samskiptastjóri Hugverkastofunar leiðir okkur í allann sannleik um hugverkavernd.  Hvað það er, og hversu nauðsynleg slík vernd er.    Um leið lærum við um landamæri þekkingar mannkyns og hvernig við breytum óáþreifanlegum verðmætum í eignir sem geta gengið kaupum og sölum.       Einar Mäntylä tekur þátt í umræðuni með okkur og tengir hugverkavernd við tækniyfirfærslu og vísindalega nýsköpun.       

Mar 23

40 min 22 sec

Í þriðja þætti fáum við Pál Líndal í heimsókn og ræðum vegferð hans og Envralys úr háskólaumhverfinu  yfir til atvinnulífsins.  Hvernig Masterclassinn hjálpaði og opnaði augu Páls fyrir möguleikunum og spurningunum sem þarf að svara og ræða.       Auðna stendur fyrir Masterclössum reglulega,  þar sem rannsakendum og starfsmönnum háskólanna gefst tækifæri til að máta verkefnin sín við kröfur viðskiptalífsins.  Hvað þarf að hafa í huga og hvernig og hvenær er aðgerða þörf.    Sjá frekari upplýsingar á audna.is      Fræðumst í leiðinni um umhverfissálfræði og tólin sem Envralys hefur þróað til að bæta samtalið við skipulag og framkvæmdir.   

Mar 10

43 min

Í þessum öðrum þætti Auðvarpsins, Nýsköpun, vísindin og við fáum við Sigurð Magnús Garðarsson stjórnarformann Vísindagarða í heimsókn til að ræða Vísindagarða  í Grósku og svæðið í kring.Við fræðumst um tilganginn og erindið sem Vísindagarðar eiga í íslenskt samfélag.   Eru Vísindagarðar eitt af pússlunum sem vantar til að auka verðmætasköpun og ýta undir vísindalega nýsköpun á Íslandi.Hlustið og fræðist um ótrúlega lifandi og skemmtilegt umhverfi sem er að myndast í Vatnsmýrinni,  svari okkar Íslendinga við Kísildalnum!

Feb 9

27 min 42 sec

Í fyrsta Auðvarpinu kynnumst við starfsmönnum Auðnu tæknitorgs þar sem við ræðum tækniyfirfærslu og hlutverk Auðnu.Hvernig getum við hagnýtt okkur vísinda- og rannsóknarstarfið sem er unnið í okkar frábæru háskólum og rannsóknarstofnunum?  Við erum hér til að stuðla að bættu samfélagi og meiri verðmætasköpun með hjálp Nýsköpunar.Auðvarpinu er ætlað að vera vettvangur kynningar og umræðu um starf okkar við tækniyfirfærslu.

Jan 6

40 min 10 sec