ÞOKAN

Þórunn Ívars & Alexsandra Bernharð

Bestu vinkonurnar Þórunn Ívars og Alexsandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara þær yfir allt frá getnaði til meðgöngu, fæðingar og dagsins í dag ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti. ÞOKAN er í boði Fruitfunk, Bestseller og Nespresso.

All Episodes

Þórunn fær til sín hana Gyðu Dröfn í þennan þátt af Þokunni á meðan Lexa er í barneignaleyfi. Þær vinkonurnar ræða sitt vinasamband og hvernig það hefur gengið að vinna saman seinustu ár. ÞOKAN er í boði Nespresso, Bestseller og Dr. Teal's.

Dec 1

1 hr 16 min

Þórunn & Alexsandra eru mættar aftur með léttan spjallþátt um allt og ekkert svona í tilefni þess að Lexan er komin heila þrjá daga framyfir, hverjum hefði grunað það? Það voru smá tæknilegir örðugleikar svo það gætu heyrst smá skruðningar fyrstu mínúturnar en svo lagast það.ÞOKAN er í boði Nespresso, Bestseller og Dr. Teal's.

Nov 16

45 min 42 sec

Þórunn & Alexsandra ræða óumbeðin ráð í þessum þætti af Þokunni. Það er ótrúlegt hvað fólk leyfir sér oft að segja við óléttar konur og nýbakaðar mæður og ræða þær nokkra hluti sem þær hafa heyrt á seinustu árum.ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso og Fruitfunk.

Nov 9

54 min 32 sec

Þórunn & Alexsandra taka einn góðan spjallþátt um allt og ekkert. Þær ræða lok meðgöngunnar, hvað hefur verið að gerast seinustu vikur hjá þeim og hvað er framundan.ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso og Fruitfunk. 

Nov 4

53 min 36 sec

*TW: Í þættinum er fjallað um barn sem lætur lífið í móðurkviði.*Þórunn & Alexsandra fá til sín hana Önnu Mörtu, líkamsræktar- og matarþjálfara. Anna Marta segir okkur söguna af henni Sól, sem fæddist andvana árið 2008. Anna Marta greinist eftir fæðinguna með gallstasa og í þættinum ræða þær aðdraganda, fæðinguna og hvernig það hefur verið að lifa með sorginni ásamt því að vekja athygli á gallstasa. ÞOKAN er í boði Nespresso, Bestseller og Dr. Teal's. 

Oct 26

1 hr 22 min

Þórunn & Alexsandra ræða fyrirbærið  hreiðurgerð í þessum þætti af Þokunni. Lexan er djúpt sokkin í hreiðurgerðina og er að skúra baðherbergisgólfið á miðnætti á sunnudagskvöldum og að laga til í geymslunni sinni, er það ekki alveg eðlilegt? Þær ræða einnig pressuna sem margar mæður finna fyrir í gegnum samfélagsmiðla og hvernig mæður undirbúa sig á mismunandi hátt fyrir móðurhlutverkið. ÞOKAN er í boði Besteller, Nespresso og Fruitfunk. 

Oct 19

1 hr 8 min

Þórunn & Alexsandra taka fyrir nokkrar játningar sem þær fengu sendar inn frá hlustendum og ræða í þessum þætti af Þokunni. Viðurkennum bara að við erum allar að gera okkar besta 99% af tímanum en stundum þarf maður bara að redda sér eða við gerum eitthvað sem við erum ekki endilega stoltar af.ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso og Dr. Teal's.

Oct 14

57 min 54 sec

Þórunn & Alexsandra ræða meðgönguna hennar Lexu í þessum þætti af Þokunni. Þær fjalla um muninn á fyrstu meðgöngunni hennar og þessari, alls konar tilfinningar sem hún er búin að upplifa á meðgöngunni, hvernig hún er að undirbúa sig fyrir fæðinguna ásamt fleiru.ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso og Fruitfunk. 

Oct 5

58 min 36 sec

Þórunn & Alexsandra fara yfir hlut í þætti dagsins sem flestar konur upplifa en enginn talar um. Þær ræða tíðahringinn, sniðuga leið til að fylgjast með honum og ýmsa hluti til að gera lífið aðeins bærilegra þessa nokkru daga í mánuði.ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso og Dr. Teal's.

Sep 29

1 hr 17 min

Þórunn & Alexsandra ræða bílstólaöryggi og fleiri öryggisþætti tengda svefni og börnum í þessum þætti af Þokunni. Mjög mikilvægt er að ræða hluti eins og bílstólaöryggi og hvernig á að festa börnin rétt í stólana til að tryggja að allir séu sem öruggastir og að gera hlutina rétt.ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso & Fruitfunk. 

Sep 21

57 min 40 sec

Þórunn & Alexsandra svara nokkrum spurningum frá hlustendum í þessum Q&A þætti af Þokunni. ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso og Johnson's Baby.

Sep 14

1 hr 7 min

Þórunn & Alexsandra fá til sín hana Anítu Rut en hún er ein af þremur konum sem halda úti Fortuna Invest reikningnum á Instagram. Fortuna Invest er vettvangur sem veitir aðgengilega fræðslu um fjárfestingar og er markmið þeirra að auka fjölbreytileikann í þátttöku á fjármálamarkaði. Þær ræða fjárfestingar, hvernig er best að byrja ásamt fleiri spennandi hlutum. ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso og Fruitfunk. 

Sep 7

1 hr 22 min

Þórunn & Alexsandra tala aðeins meira um prjón í þessum þætti af Þokunni þar sem hlustendur þáttarins hafa óskað eftir því síðan seinasti prjónaþáttur kom út. Þær ræða nýkláruð verkefni, verkefni sem eru á prjónunum ásamt óskalistanum sínum. ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso og Fruitfunk. 

Aug 24

1 hr 8 min

Þórunn & Alexsandra ræða bumbuhópa á Facebook í þætti dagsins en þeir eru afar umdeildir og mikið í umræðunni áhrif þeirra á andlegu heilsu verðandi mæðra. Þær ræða jákvæðu hliðar bumbuhópa ásamt neikvæðu hliðunum og hversu mikilvægt það er að fara inn í þá með gagnrýna hugsun og sleppa samanburðinum. ÞOKAN er í boði Nespresso, Bestseller og Johnson's Baby.

Aug 17

59 min 9 sec

Í þessum þætti af Örþokunni fara Þórunn & Alexsandra yfir nokkur námskeið sem verðandi foreldrar geta sótt til að undirbúa sig fyrir komandi hlutverk. ÖRÞOKAN er í boði Johnson's Baby. 

Aug 15

14 min 3 sec

Þórunn & Alexsandra halda áfram að ræða væntingar og raunveruleika við móðurhlutverkið en í þessum þætti fara þær yfir nokkrar væntingar sem hlustendur Þokunnar sendu inn.ÞOKAN er í boði Fruitfunk, Nespresso og Bestseller.

Aug 10

1 hr 5 min

Þórunn & Alexsandra fá til sín hana yndislegu Evu Ruzu og það var mikið hlegið eins og við var að búast! Þær ræða móðurhlutverkið, tæknifrjóvgun (munuð aldrei horfa á bolla eins aftur, sorry), keisarafæðingu og að eiga tvíbura ásamt því að vera mamma á samfélagsmiðlum.ÞOKAN er í boði Fruitfunk, Nespresso & Bestseller. 

Aug 3

1 hr 37 min

Þórunn & Alexsandra fara yfir nokkrar væntingar sem þær höfðu áður en þær eignuðust börnin sín og svo hvernig þær hafa breyst eða hvernig hlutirnir eru í raunveruleikanum í dag.ÞOKAN er í boði Nespresso og Bestseller. 

Jul 27

1 hr 15 min

Þórunn & Alexsandra fara aðeins út fyrir móðurhlutverkið, spóla góð 10 ár aftur í tímann og rifja upp tímana þegar þær bjuggu báðar í Los Angeles þar sem þær kynntust fyrst. Í þættinum koma fram ýmsar skemmtilegar sögur, þá helst af Tótunni en smá dark sögur frá Lexunni undir lokin. ÞOKAN er í boði Nespresso og Bestseller.

Jul 13

1 hr 18 min

*TW: Talað um meðgöngueitrun og fylgjulosun* Þórunn & Alexsandra ræða mikilvægi þess að vera með jákvætt hugarfar, bæði á meðgöngu og eftir fæðingu. Alexsandra talar um ýmsar tilfinningar sem hafa ýtt henni út í að breyta hugarfarinu á þessari meðgöngu ásamt áhyggjum varðandi erfiða reynslu frá seinustu meðgöngu. ÞOKAN er í boði Bestseller og Nespresso.

Jul 6

1 hr 6 min

Þórunn & Alexsandra fá til sín hann Ingólf Grétarsson eða Góa Sportrönd sem flestir þekkja af samfélagsmiðlum og úr hlaðvarpinu Þarf alltaf að vera grín? Þær ræða við hann um að það að vera skilnaðarbarn, að verða stjúppabbi ungur og að ganga í gegnum meðgöngu og keisarafæðingu ásamt því að fá góða stjörnuspeki frá honum. Við fáum að kynnast Ingó á allt öðruvísi hátt en vanalega en undir húmornum leynist mjög einlægur og góður karakter. 

Jun 29

1 hr 21 min

Þórunn & Alexsandra fá góðan gest til sín í Þokustúdíóið en það er engin önnur en áhrifavaldurinn og nýbakaða mamman hún Fanney Dóra. Hún kom til þeirra á meðgöngunni en nú er hún komin aftur að deila fæðingarsögunni sinni með okkur.ÞOKAN er í boði Nespresso og Selected.

Jun 22

1 hr 28 min

Þórunn & Alexsandra svara spurningum frá hlustendum í Örþokunni. Spurning dagsins snýr að hvað skal gera eftir að kona pissar á jákvætt óléttupróf, hvert á að hringja og hvað þarf að huga að?Örþokan er í boði Johnson's Baby. 

Jun 13

15 min 47 sec

Þórunn & Alexsandra ræða aðeins um sumarfríið og þeirra hugmyndir um hvað er hægt að gera með börnunum í sumar. Einnig deila þær hljóðbroti frá augnablikinu þegar Alexsandra kom Þórunni á óvart og deildi með henni kyninu á barninu. ÞOKAN er í boði Nespresso og Name It.

Jun 10

1 hr 24 min

Þórunn & Alexsandra ræða daglegt líf í þessum þætti af Þokunni. Þær fjalla um allt frá daglega lífi sínu sem áhrifavaldar til daglegs lífs sem mæður.ÞOKAN er í boði Nespresso og Name It/Selected.

Jun 4

1 hr 7 min

*TW: Rætt er um fósturmissi í þættinum. Þórunn & Alexsandra fá loksins til sín gest í Þokuna eftir mikla bið en það er engin önnur en hún Fanney Skúladóttir, ofurmamma þriggja barna og stofnandi Busy Mom samfélagsins á Íslandi. Þær ræða allar þrjár meðgöngur og fæðingar Fanneyjar en hún eignaðist sitt fyrsta barn 18 ára gömul og svo tvö börn með 15 mánaða millibili. Þær ræða einnig um Busy Mom og hvernig það kom til. ÞOKAN er í boði Nespresso og Selected.

May 27

1 hr 22 min

Þórunn & Alexsandra svara fyrirspurn frá hlustenda um breyttar matarvenjur og hvernig á að peppa sig til að borða hollar og hugsa betur um það sem maður borðar. Þórunn deilir sinni reynslu og Lexan lærir mjög mikið nýtt. Örþokan er í boði Johnson's Baby.

May 24

22 min 3 sec

Þórunn & Alexsandra fara aðeins aðra leið í dag og taka loksins upp margumbeðinn þátt um prjón. ÞOKAN er í boði Nespresso og Name It. 

May 18

58 min 42 sec

Þórunn & Alexsandra ræða allt sem hefur gengið á í Þokunni seinustu daga ásamt því að slá aðeins á létta strengi.ÞOKAN er í boði Nespresso og Selected.

May 14

1 hr

Þórunn & Alexsandra deila spennandi fréttum með hlustendum Þokunnar í þessum sérstaka tilkynningarþætti. ÞOKAN er í boði Selected og Nespresso. 

May 9

1 hr 25 min

Þórunn & Alexsandra ræða það að hætta með bleyju í þessum þætti af Örþokunni.  Þær eru á mjög ólíkum stöðum með börnin í þessu og ræða sína reynslu og upplifun.Örþokan er í boði Dr. Teal's. 

May 4

18 min 34 sec

Þórunn & Alexsandra ræða aðeins vináttu eftir barneignir og þær breytingar sem geta orðið á vináttusamböndum. Þær ræða þetta frá báðum hliðum; þegar þú ert sú sem eignast barn og þegar þú ert sú barnlausa og vinkonur þínar eignast börn. Það er margt sem breytist í kjölfar barneigna og vináttusambönd eru talin þar með, oft styrkjast þau en stundum fjara þau því miður út. ÞOKAN er í boði Nespresso og Name It. 

Apr 29

53 min 1 sec

Þórunn & Alexsandra halda aðeins áfram þar sem frá var horfið í þættinum um að setja mörk og ræða mikilvægi samskipta í þessum þætti. Þær tala um hversu mikilvægt það er að ræða við börnin, segja þeim hvað er að fara að gerast og undirbúa þau vel fyrir til dæmis læknisheimsóknir og aðra hluti. Þær ræða einnig aðeins hversu mikilvægt það er að passa hvernig hlutirnir eru orðanir. 

Apr 20

1 hr 6 min

Þórunn & Alexsandra svara spurningu frá verðandi móður sem er að ganga í gegnum mikla ógleði á fyrstu vikum meðgöngunar. Þær hafa báðar ansi góða reynslu á mikilli ógleði og deila sínum ráðum.Örþokan er í boði Dr. Teal's.

Apr 13

14 min 19 sec

Þórunn & Alexsandra ræða mikilvægi þess að setja mörk, bæði fyrir þær sjálfar og fyrir börnin og hversu mikilvægt það er fyrir börnin að virða mörkin. Það getur oft verið auðvelt að segja bara já og sleppa við storminn en til lengri tíma gerir það hlutina verri en betri. Að telja upp á 10, anda djúpt og fara inn með þolimæði skiptir sköpum og einnig að samstilla sig sem foreldrar. ÞOKAN er í boði Nespresso, Bobbi Brown og Selected.

Apr 9

55 min 5 sec

Í þessum þætti af Þokunni fara Þórunn & Alexsandra aðeins yfir stöðu mála með magavandamálin hennar Eriku og ræða að byrja að gefa börnum mat en halda brjóstagjöfinni samt inni. Þær fara einnig í umræðuna um að hætta með börn á brjósti og deila sinni reynslu og ráðum.ÞOKAN er í boði St. Tropez, Name It og Nespresso.

Mar 31

59 min 55 sec

Þórunn & Alexsandra svara skilaboðum frá hlustendum Þokunnar í Örþokunni. Í þessum þætti svara þær spurningum frá mömmu sem er að pæla hvort það sé mögulegt að útskýra fyrir börnum á aldrinum 1-3 ára þegar önnur börn bíta eða ýta í þau ásamt öðrum uppákomum sem geta komið fyrir á leikskólanum. Örþokan er í boði Dr. Teal's.

Mar 29

14 min 6 sec

Þórunn & Alexsandra taka round tvö í Þokuquizzinu þar sem Þórunn grillar Lexuna aðeins um allt frá landafræði til íþrótta til Crossfits. Já, ekki mikil von fyrir Lexuna sem sagt.ÞOKAN er í boði Bioderma, Name It og Nespresso.

Mar 24

37 min 45 sec

Þórunn & Alexsandra slá á létta strengi í þætti dagsins, reyna að gleyma jarðskjálftum, hugsanlegu eldgosi, covid vol. IIII og snjónum sem er úti. Þessi þáttur er í boði Þarf alltaf að vera grín. ÞOKAN er í boði Bobbi Brown, Selected og Nespresso.

Mar 11

45 min 30 sec

Í þessari Örþoku ræða Þórunn & Alexsandra um brjóstagjöf og hvenær hentugasti tími dagsins er til þess að pumpa sig til þess að safna mjólk í frystinn til að eiga án þess að auka framleiðsluna of mikið og hafa slæm áhrif á brjóstagjöfina.Örþokan er í boði Dr. Teal's.

Mar 8

12 min 17 sec

Í þessum þætti af Þokunni ræða Þórunn & Alexsandra um endómetríósu og ófrjósemi. Þórunn hefur glímt við sjúkdóminn í mörg ár og hún fer yfir hvað endómetríósa er, hver einkenni hennar eru og fer svo yfir sína sögu og reynslu að lifa með endómetríósu. ÞOKAN er í boði Estée Lauder, Nespresso og Name It.

Mar 4

1 hr 10 min

Þórunn & Alexsandra ræða aðeins skjátíma barna og hvaða áhrif hann getur haft á hegðun, leik og svefn. Þórunn tók nýlega á skjátímanum á sínu heimili og sá strax jákvæðar breytingar á ýmsum hlutum sem hún deilir í þættinum.ÞOKAN er í boði Clinique, Estée Lauder, Name It og Nespresso.Þessi einstaki þáttur er einnig í boði Nailberry. 

Feb 25

58 min 21 sec

Þórunn & Alexsandra slá aðeins á létta strengi og taka fyrir spurt&svarað í þessum þætti af Þokunni.ÞOKAN er í boði Name It, Nespresso og Bobbi Brown. 

Feb 17

1 hr 4 min

Í þessum þætti af Örþokunni svörum við fyrirspurn frá móður sem er í vandræðum með að taka út allar mjólkurvörur úr fæðunni hjá barninu sínu. Alexsandra gefur sín ráð en Frosti hefur verið mjólkurlaus í að verða ár vegna óþols.Örþokan er í boði Dr. Teal's.

Feb 14

20 min 33 sec

Við höldum áfram að kynnast ÞOKUNNI betur og í þessum þætti köfum við aðeins dýpra í barnæsku og líf Alexsöndru. Hvað var það sem mótaði hana sem manneskju og hafði áhrif á hana? Sá sem giskar rétt á hversu oft Lexan segir ,,þú veist" í þættinum fær 500 kr gjafabréf í Valhnetu. Hún talar nánar um áföllin sín og baráttu við andlega heilsu í þáttunum Mömmviskubit og Kvíði og foreldrahlutverkið. ÞOKAN er í boði Smashbox, Selected og Nespresso.

Feb 10

1 hr 6 min

Þórunn & Alexsandra kafa aðeins dýpra og kynna sig betur fyrir hlustendum. Í þessum þætti kynnumst við Þórunni betur en nokkurn tímann fyrr en hún ræðir barnæsku sína, ýmis áföll og erfiðleika sem hún hefur aldrei tjáð sig um opinberlega, erfið sambönd og fleira. Í næsta þætti af ÞOKUNNI fáum við að kynnast Alexsöndru aðeins betur.ÞOKAN er í boði Bobbi Brown, Selected og Nespresso. 

Feb 4

1 hr 12 min

Þórunn & Alexsandra kynna til leiks Örþokuna. Örþokan eru stuttir þættir þar sem þær lesa upp skilaboð hlustenda, gefa sín ráð og deila reynslu sinni og upplifun. Í þessum fyrsta þætti af Örþokunni taka þær fyrir skilaboð frá móður sem á einn 8 mánaða sem er með vesen að sofna á kvöldin og erfitt er að koma honum niður fyrir nóttina. Hún veltir því fyrir sér hvort brjóstagjöf sé að trufla nætursvefninn. Hlustendum er velkomið að senda Þórunni og Alexsöndru skilaboð á þeirra miðlum eða á Þokugramminu sem þeir vilja að þær taki fyrir í Örþokunni. Örþokan er í boði Dr. Teal's. 

Jan 31

15 min 13 sec

Þórunn & Alexsandra halda aðeins áfram í andlegu umræðunni sem hefur einkennt umræðuefni ársins hingað til og ræða verkaskiptingu heimilisins og svokallað andlegt álag eða mental load. ÞOKAN er í boði Glamglow. 

Jan 27

52 min 54 sec

Þórunn & Alexsandra taka uppáhalds umræðuefnið sitt fyrir í þætti dagsins, svefn. Hvað er svefn? Veit einhver foreldri það? Þær fara yfir sína upplifun af svefnvandamálum og fara yfir nokkra hluti sem valda svefnvandamálum hjá börnum, meðal annars ræða þær bakflæði, fæðuóþol, eyrnabólgur, night terror og fleira skemmtilegt sem heldur manni vakandi allar nætur.ÞOKAN er í boði Glamglow og Dr Teal's.

Jan 19

1 hr 40 min

Þórunn & Alexsandra halda áfram frá seinasta þætti og ræða hvernig þær geta breytt hugarfari sínu til að gera erfiða hluti aðeins bærilegri. Þær opna sig um kvíða sem tengist foreldrahlutverkinu, erfiðum fæðingum og framtíðinni og hvernig þær tækla hann svo hann hafi lítil áhrif á daglegt líf þeirra og barnanna. Þær fara djúpt og ræða rót kvíðans og hvernig þær eru ákveðnar að vinna í honum fyrir framtíðina. ÞOKAN er í boði Bioderma. 

Jan 12

52 min 53 sec