Til skjalanna

Hlaðvarp Þjóðskjalasafns Íslands

Hvað er Þjóðskjalasafn Íslands? Forvitnileg skjöl, sögulegir viðburðir og nýjar rannsóknir

All Episodes

Unnar Rafn Ingvarsson og Jón Torfi Arason ræða við Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur um nýstárlega sagnfræðirannsókn hennar um tungumálanotkun á Íslandi, dönsk áhrif á 18. og 19. öld og um mikilvægi íslensku frá siðaskiptum

Nov 14

47 min 21 sec

Unnar Rafn Ingvarsson ræðir við Kristjönu Kristinsdóttur sagnfræðing um tímamótarannsókn hennar: Lénið Ísland: Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld. 

Oct 13

31 min 12 sec

Unnar Rafn Ingvarsson ræðir við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing og prófessor emeritus um sögu jarðskjálftamælinga á Íslandi og stafræna afritun sögulegra mæligagna um jarðskjálfta, sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni, og hafa að geyma ómetanlegan vitnisburð um hreyfingu jarðarinnar

Jul 15

40 min 57 sec

Jón Torfi Arason ræðir við Helgu Hlín Bjarnadóttur sagnfræðing og skjalavörð um safn sendibréfa lausakonunnar Arnfríðar Þorkelsdóttur (1830-1885) sem nýlega komu fram í dagsljósið á Þjóðskjalasafni. Tilefnið er grein Helgu Hlínar í Sögu, þar sem hún kynnir þessar ómetanlegu hversdagsheimildir

Jun 30

28 min 12 sec

Jón Torfi Arason ræðir við Helgu Jónu Eiríksdóttur sagnfræðing og lektor í skjalfræði um fræðigreinina skjalfræði, upprunareglu í skjalavörslu og námsleið í hagnýtri skjalfræði við Háskóla Íslands

Jun 11

30 min 33 sec

Unnar Rafn Ingvarsson ræðir við Hrafnkel Lárusson sagnfræðing um doktorsritgerð hans: Lýðræði í mótun: félagastarf, fjölmiðlun og þátttaka almennings 1874-1915

Jun 2

38 min 7 sec

Unnar Rafn Ingvarsson ræðir við Karen Sigurkarlsdóttur forvörð og Andra Má Jónsson skjalavörð, en þau aðstoðuðu bæði við björgun á skjölum úr skriðunum sem féllu á Seyðisfirði í desember árið 2020

Mar 24

34 min 34 sec

Unnar Rafn Ingvarsson ræðir við Erlu Dóris Halldórsdóttur sagnfræðing um bólusetningar á 18. og 19.  öld og þá kröfu sem var gerð til skipa að þau væru smitfrí

Feb 26

29 min 46 sec

Unnar Rafn Ingvarsson og Benedikt Eyþórsson ræða við Bjarna Thor Kristinsson óperusöngvara um rannsóknir hans á sögu fjölskyldunnar.

Feb 8

34 min 3 sec

Rætt er við Má Jónsson prófessor um gagnagrunn og leitarvél sem nú er orðin aðgengileg á vef Þjóðskjalasafns og tekur til dánarbúauppskrifta, skiptabóka og uppboða á 18. og 19. öld. Dánarbússkrárnar innihalda nákvæmar skrár yfir eigur fólks og taka m.a. til fatnaðar, verkfæra og búfjár og eru ómetanlegar upplýsingar um lífskjör fólks 

Jan 12

35 min 53 sec

Benedikt Eyþórsson fagstjóri og Freyr Snorrason sagnfræðingur ræða við Pétur Ármannsson arkitekt og sviðstjóra hjá Minjavernd um nýútkomna bók hans um ævistarf Guðjóns.

Dec 2020

42 min 3 sec

Unnar Rafn Ingvarsson ræðir við sagnfræðinemana Atla Björn Jóhannesson og Daníel Godsk Rögnvaldsson um skönnun og skráningu skjala sem varða stríðsárin 1940-1945. Jón Torfi Arason sá um upptöku og klippingu. Upphafs og lokalag: April Kisses. Höfundur: Eddie Lang 1927.

Dec 2020

28 min 6 sec

Í upphafi árs 2020 lauk endurskráningu á gríðarstóru safni verslunarskjala sem verið höfðu óaðgengileg um áratuga skeið á Þjóðskjalasafni. Unnar Rafn Ingvarsson ræðir við sagnfræðingana Gunnar Örn Hannesson og Jón Torfa Arason sem báðir komu að verkefninu. Jón Torfi Arason sá um upptöku og klippingu. Upphafs og lokalag: April Kisses. Höfundur: Eddie Lang 1927.

Nov 2020

30 min 1 sec

Njörður Sigurðsson ræðir við Bjarka Sveinbjörnsson fagstjóra Hljóð- og myndsafns Landsbókasafns Íslands – Háskólabóksafns um björgun hljóðs af pappaplötum frá árinu 1944. Á upptökunum má heyra raddir margra af fyrstu forystumönnum Alþýðuflokksins. Hér er því um einstakar heimildir að ræða sem heyrast nú í fyrsta skipti í áratugi. Plöturnar eru varðveittar í skjalasafni Alþýðuflokksins í Þjóðskjalasafni Íslands. Jón Torfi Arason sá um upptöku og klippingu. Upphafs og lokalag: April Kisses. Höfundur: Eddie Lang 1927.

Nov 2020

32 min 24 sec

Störf og hlutverk Landsnefndarinnar fyrri sem starfaði á árunum 1770-1771. Unnar Rafn Ingvarsson ræðir við Hrefnu Róbertsdóttur, Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur og Helgu Hlín Bjarnadóttur, en þær komu allar að útgáfu 5. bindis skjala Landsnefndarinnar. Jón Torfi Arason sá um upptöku og klippingu. Upphafs og lokalag: April Kisses. Höfundur: Eddie Lang 1927.

Oct 2020

27 min 59 sec

Unnar Rafn Ingvarsson ræðir við Hrefnu Róbertsdóttur þjóðskjalavörð um hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands og verkefni þess í bráð og lengd. Jón Torfi Arason sá um upptöku og klippingu. Upphafs og lokalag: April Kisses. Höfundur: Eddie Lang 1927.

Oct 2020

27 min 44 sec