Spekingar Spjalla

Podcaststöðin

Þáttur um fólk, fyrir fólk sem hefur áhuga á fólki.

All Episodes

Heimsmeistaramótið í Pílu hefst þann 15. desember nk. Mótið er stórskemmtilegt sjónvarpsefni sem fer fram yfir jólahátíðina og heimsmeistarinn svo krýndur þann 3. janúar 2022. Páll Sævar Guðjónsson lýsir mótinu á Stöð 2 Sport sem áður. Palli er "rödd" íslensku þjóðarinnar enda einn besti vallarþulur landsins og útvarpsmaður. Við fórum meðal annars yfir landslagið í pílunni, hverjir eru líklegir á heimsmeistaramótinu og möguleikann í 9 pílna leik. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Nov 25

1 hr 29 min

Þórólfur getur sett múl á samfélagið en hann setur ekki múl á Spekinga. Óbeislaðir kryfja Spekingar samfélagið. Okkur til halds og trausts fengum við YouTubeJón til að fara yfir stöðu málefna líðandi stundar. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Nov 20

1 hr 46 min

Að vanda taka Spekingar þá gríðarlegu ábyrgð á sínar herðar að smakka jólabjórana. Í ár voru tappar 45 bjórtegunda rifnir upp og þeir eins misjafnir eins og þeir eru margir. Kári Sigurðsson stýrði flæðinu og Jón Þór Skaftason, Sævar Ríkharðsson, Atli Þór Albertsson og Auðjón Guðmundsson voru okkur til halds og trausts. Við þökkum kærlega fyrir okkur og sérstakar þakkir fá: Borg Brugghús Bruggsmiðjan BÖL Brewing Coca-Cola European Partners Ölgerðin Ölvisholt Brugghús RVK Brewing Company Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Nov 13

3 hr 35 min

Guðjón Pétur Lýðsson er einn af okkar ástsælustu knattspyrnumönnum. Þegar hann er ekki að sparka í tuðruna er hann að smíða, fjárfesta eða að selja föt. Guðjón Pétur er gull af manni og með sterka sýn á lífið sem hægt er að læra af. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Nov 4

1 hr 50 min

Spekingar eru þrír að þessu sinni. Sesi mætti til okkar og við fórum yfir þá hluti sem skipta máli. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Oct 29

1 hr 8 min

Sævar Helgi Bragason er skærasta stjarna okkar Íslendinga í stjörnufræðunum. Sævar er óþreytandi í að fræða Íslendinga um himingeiminn auk þess sem umhverfismálin eru honum hugleikin. Sævar er orkubolti sem finnst fátt skemmtilegra en að halda mörgum boltum á lofti og sinnir því fjölbreyttum og skemmtilegum störfum. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Oct 15

1 hr 32 min

Þegar haustið ber að garði er bara tvennt öruggt. Lægðir sækja á landið og Spekingar mæta í stúdíó. Special þáttur að þessu sinni með okkar besta Sesa. Farið yfir það helsta auk þess að dreypa á því sem minna skiptir máli. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Oct 2

1 hr 2 min

Íslendingar ganga inn í kjörklefann á laugardaginn. Þá er ekki úr vegi að taka púlsinn á kosningabaráttunni. Sérlegir sérfræðingar Spekinga um pólitík, Þórhallur og JútjúpJón, mættu í studíó til að fara yfir málin. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Sep 23

2 hr 13 min

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra rekur smiðshöggið á seríu okkar þar sem við buðum frambjóðendum í spjall fyrir komandi kosningar. Ásmundur brennur fyrir félags- og barnamálin og hefur lagt ótrúlegt kapp á að bæta umgjörðina í málaflokkunum. Nú óskar hann eftir því að fá að halda því starfi áfram. Ásmundur færir sig nú úr Norðvesturkjördæmi yfir í Reykjavík norður og leiðir þar lista Framsóknarflokksins. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi.

Sep 18

1 hr 32 min

Við höldum áfram með kosningaspjallið. Pólítíkin hefur átt hug og hjarta Þórunnar Sveinbjarnardóttur alla tíð. Eftir stúdentapólítíkina tók hún þátt í starfi Kvennalistans og Reykjavíkurlistans áður en settist á þing fyrir Samfylkinguna árið 1999, þá 33 ára. Umhverfisráðherra á árunum 2007-2009 en tók sér hlé frá þingstörfum á árinu 2011. Þórunn kemur nú reynslumeiri til baka og leiðir lista Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Sep 14

1 hr 23 min

Framundan eru Alþingiskosningar og Spekingar halda áfram að bjóða fulltrúum flokka í spjall. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skipar 2. sæti lista Pírata í Reykjavík suður. Arndís Anna er lögmaður með viðbótarmaster í mannréttindum og Evrópusambandinu auk doktorsnáms í mannréttindum. Mannréttindi eru henni hugleikin og hefur hún starfað um árabil í málefnum hælisleitenda og flóttafólks. Gangi allt upp, heldur hún þingsæti innan fjölskyldunnar en bróðir hennar Helgi Hrafn Gunnarsson býður sig ekki fram í komandi kosningum. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Sep 11

1 hr 23 min

Framundan eru Alþingiskosningar og Spekingar halda áfram að bjóða fulltrúum flokka í spjall. Guðlaugur Þór Þórðason, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, er næsti gestur okkar. Guðlaugur Þór er hokinn af reynslu í pólítíkinni og hefur sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að byggja grunnstoðir samfélagsins. Byrjaði í sveitarstjórnarmálum en hefur gegnt fullri þingmennsku frá árinu 2003. Guðlaugur Þór leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Sep 7

1 hr 16 min

Framundan eru Alþingiskosningar og Spekingar halda áfram að bjóða fulltrúum flokka í spjall. Gunnar Smári Egilsson hefur verið samofinn íslenskri þjóðmálaumræðu í áratugi. Eftir að hafa fjallað um þjóðmálin tekur hann nú slaginn í pólítíkinni. Gunnar Smári skipar 1. sæti lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður en flokkurinn ætlar sér að breyta íslensku þjóðlífi. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

Sep 2

1 hr 37 min

Framundan eru Alþingiskosningar og Spekingar halda áfram að bjóða fulltrúum flokka í spjall. Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir sem skipar 3. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður er gestur Spekinga þessa vikuna. Katrín er baráttu- og hugsjónarkona og hefur þrátt fyrir ungan aldur látið til sín taka í fjölmörgum baráttumálum sem eru henni hugleikin.  Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi.

Aug 26

1 hr 33 min

Framundan eru Alþingiskosningar á stærstu smáeyju í heiminum. Spekingar hafa boðið fulltrúum allra flokka í spjall til að kynnast frambjóðendum. Fyrsti gestur er Guðmundur Franklín Jónsson úr Frjálslynda lýðræðisflokknum. Ferill Guðmundar er ævintýri líkastur og fáir byggja á þeirri reynslu sem Guðmundur hefur aflað sér. Léttur og skemmtilegur maður sem er fylginn sér, hefur sterkar hugsjónir og ætlar að byggja betra Ísland. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi.

Aug 21

1 hr 35 min

Spekingar skelltu Baywatch í tækið og nú hefur þú tækifæri á að horfa á meistarastykkið með strákunum. Eina sem þú þarft að gera er að vera áskrifandi af Netflix. Þú ýtir svo á play um leið og við segjum GO. VIÐ TÖKUM ÞAÐ SÉRSTAKLEGA FRAM AÐ GERT ER AÐ RÁÐ FYRIR AÐ ÞÚ SÉRT AÐ HORFA Á MYNDINA Á MEÐAN ÞÚ HLUSTAR EN ÞÁTTURINN STENDUR EKKI EINN OG SÉR. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi.

Aug 12

1 hr 56 min

Spekingar eru að liðka sig til eftir sumarfrí. Við byrjum á laufléttum Special þætti. Að vanda farið yfir "all the hot topics". Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi.

Aug 12

45 min 25 sec

Spekingar eru að skríða að baka undan sumrinu. Gestur þáttarins er enginn annar en Sesi sem fór lauflétt yfir sumarið með okkur. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi.

Aug 6

1 hr 19 min

Spekingar skelltu Bad Boys í tækið og nú hefur þú tækifæri á að horfa á meistarastykkið með strákunum. Eina sem þú þarft að gera er að vera áskrifandi af Netflix. Þú ýtir svo á play um leið og við segjum GO. Bad Boys er geggjuð mynd og enn betri með Spekingum. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi.

Jul 16

2 hr

Spekingar eru Special þessa vikuna nú þegar júlí er hálfnaður. Góðar stundir. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi.

Jul 15

37 min 21 sec

Nú fer EM senn að ljúka og því fullt tilefni til að renna aðeins yfir mótið. Elvar Geir Spark-Spekingur og reynslubolti úr fjölmiðlafótboltabransanum er gestur okkar þessa vikuna en hann þekkir fótboltann betur en flestir.   Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi.

Jul 8

1 hr 24 min

Viskan tekur ekki sumarfrí og eru Spekingar því mættir til leiks nú þegar júlí rís úr rekkju. Að vanda voru stóru málin tækluð og afgreidd. Góðar stundir. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi.

Jul 2

1 hr 16 min

Að þessu sinni komu 3 gestastjórnendur og allir með sínar skoðanir. Þáttur sem fór hingað og þangað. Sæþór var ekki viðstaðddur upptökur og það tók hann langan tíma að klippa þáttinn saman. Mögulega átti þessi þáttur ekkert að fara í loftið en jæja áfram gakk. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Jun 22

1 hr 56 min

Spekingar eru mættir til að fara yfir það helsta í vikunni. Veiði, golf og fréttir þar á milli. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

May 27

48 min 51 sec

Kosningar eru framundan og hlutverk Spekinga Spjalla, sem þáttur þjóðarinnar, er auðvitað að demba sér í djúpu laug pólitíkurinnar. Diljá Mist Einarsdóttir, hæsta­rétt­ar­lögmaður og aðstoðarmaður ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti í próf­kjöri sjálf­stæðismanna í Reykja­vík fyr­ir kom­andi kosningar. Diljá Mist er kraftmikil baráttukona sem hefur sterkar skoðanir á því hvernig samfélag við Íslendingar eigum að skapa okkur. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

May 20

1 hr 15 min

Spekingar eru Special að þessu sinni þó með örlitlu breyttu sniði. Spekingar fóru yfir grænmeti sumarsins, sjónvarpssenuna og hvert skal svo halda þegar allur landinn hefur verið bólusettur. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Apr 30

1 hr 26 min

Einn okkar allra besti fjölmiðla- og dagskrárgerðarmaður Tómas Þór Þórðarson er gestur Spekinga þessa vikuna. Viðburðarríkir dagar að baki í knattspyrnuheiminum og við ræddum meðal annars þá og allt annað sem skiptir máli. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Apr 22

1 hr 48 min

Valgeir Magnússon eða Valli Sport eins og pöpullinn þekkir hann, er gestur Spekinga þessa vikuna. Valgeir hefur ótrúlegt auga fyrir viðskiptum, tækifærum og lausnum. Fjölmiðlamaður í stuttbuxum sem breyttist í viðskiptamann í stuttbuxum. Skemmtilegur maður með ótrúlegan feril í frábæru viðtali. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Apr 15

1 hr 55 min

Hugi Halldórsson er magnaður maður. Maðurinn á bakvið mörg vinsælustu sjónvarpsverkefni síðustu 15 ár. Markaðsmaður af guðs náð og er nú með hlaðvörp og vín. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Apr 9

2 hr 2 min

Í sérstökum pop up þætti Spekinga og í tilefni páska smökkuðu Spekingar nokkra páskabjóra. Spekingar óska öllum gleðilegra páska. Upptökur fóru fram í bílskúr Sæþórs og eru boði Nóa Síríus og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Apr 1

44 min 10 sec

Páskahátíðin er framundan og þá er ekki úr vegi að fá í settið tvo valinkunna einstaklinga sem þekkja hátíðina vel. Auðjón Guðmundsson er framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríusi og páskarnir því vertíðartími hjá honum. JúTjúbJón er víðfrægður fyrir snilli sína í eldhúsinu og á páskum er skylda að gera vel við sig. Súkkulaði og matur, það getur ekki klikkað. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Mar 31

1 hr 45 min

Lengi er von á einum. Spekingar harma óreglulega útgáfu þátta á undanförnum misserum. Spekingar eru þó nú mættir til að ræða þörf og brýn málefni. Þeir lofa bót og betrun og fleiri þáttum á næstunni. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Mar 26

1 hr 29 min

Gestur Spekinga þessa vikuna er hinn magnaði Margeir Vilhjálmsson, golfkennari og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis. Margeir hefur verið viðloðinn golfíþróttina frá árinu 1995, starfað við alla anga hennar og nú rómaður golfkennari. Það styttist í golfsumarið og nauðsynlegt að dusta rykið af sveiflunni og drífa sig í kennslu hjá Margeiri. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Feb 19

1 hr 27 min

Í sjötta þætti sérstakrar seríu sem heitir Spekingar Special eru Spekingar með góðan gest. Sesi settist niður með Spekingum til að ræða þau brýnu málefni sem öll spjót íslensku þjóðarinnar standa á. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Feb 13

1 hr 24 min

Superbowl 55 er framundan og því ekki úr vegi að fá tvö sérfræðiséní til að ræða um amerískan fótbolta. Andri Ólafsson og Birgir Þór Björnsson þekkja leikinn út og inn og ekki skemmir að þeir eru báðir algjört augnakonfekt fyrir augað. Umræða um amerískan fótbolta eins og hún gerist best. Öll Superbowl partý þurfa að innihalda Eitt Sett og Pringles. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Feb 3

2 hr 37 min

Valdimar Grímsson er einn af allra bestu handknattleiksmönnum þjóðar vorrar. Meðfram handboltanum ræktaði Valdimar viðskiptaferil sinn og sinnir honum nú af alúð. Í stað þess að kasta bolta er Valdimar nú í hestamennsku, golfi og á skíðum. Maðurinn með stáltaugarnar á punktinum er gestur Spekinga þessa vikuna. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Jan 29

1 hr 26 min

Páll Sævar Guðjónsson, „Röddin“, er gestur Spekinga þessa vikuna. Líklega hafa vel flestir Íslendingar heyrt guðdómlega rödd Páls í hátölurum Laugardalsvallar eða Laugardalshallar. Þegar Páll er ekki að stýra þjóðarleikvöngum okkar eða Frostaskjólinu þá lýsir hann pílunni á Stöð 2 Sport eða sinnir hinum ýmsu félagsstörfum sem eru honum hugleikin. Við fórum vítt og breitt yfir völlinn og komumst meðal annars að því að Ronaldo er góður drengur inn við beinið. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Jan 21

1 hr 40 min

Árið 2020 er búið og gert. Það kemur aldrei aftur en að vanda þarf að gera árið upp og það gerðu Spekingar. Fullyrðingar og staðhæfingar um fréttir ársins skulu ekki skoðast sem íslenskar samtímaheimildir um árið 2020 enda byggja þær á lauslegu og stundum óstabílu minni þáttastjórnenda og gesta. Skoðanir þáttastjórnenda og gesta endurspegla skoðanir þjóðarinnar en eru ekki þeirra eigin. Gestir þáttarins voru Jón Þór Skaftason og Þórhallur Ágústsson. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Dec 2020

3 hr 11 min

Árni Helgason, fyrsti fyndni lögfræðingurinn (að mati Matta), er gestur Spekinga þessa vikuna. Lögmaður, uppistandari, pistlahöfundur en fyrst og fremst hlaðvarpsstjarna. Þegar Árni er ekki að loka stórum samningum, semja langar vandaðar skýrslur eða brainstorma um næsta uppistand/sjónvarpsþátt, stýrir hann Hisminu með Grétari sínum Theodórssyni. Hismið hóf göngu sína á árinu 2013 og sjö+ ár í íslenskum hlaðvarpsárum eru 70 ár í mannsárum. Það gerir Hismisbáknið að einum farsælasta hlaðvarpsþætti landsins og ekki einu sinni Roof hefur heimild til að gogga í eða taka slíka stóra risa af dagskrá. Hlustendur eru væntanlega þyrstir í uppgjör stóra konfektmolamálsins en það fór fram í sérstöku bónus efni í lok þáttar. Sverðin voru kannsi ekki slíðruð en drög voru gerð að vopnahléi. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Dec 2020

1 hr 55 min

Kjartan Atli Kjartansson er sannkallaður fjölmiðlamógúll. Byrjaði sem blaðamaður og er nú í útvarpi og sjónvarpi. Meðfram fjölmiðlastörfum þjálfar Kjartan Atli körfubolta og nú er bókin hans, Hrein karfa, komin í hillurnar. Þetta byrjaði þó allt á parketinu á daginn og rímum á kvöldin. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Dec 2020

1 hr 42 min

Steineyju Skúladóttur er margt til lista lagt. Skaust fram á sjónarsviðið í Hraðfréttum og í Reykjavíkurdætrum á árinu 2014, nældi sér í Edduverðlaunin fyrir Framapot 2018 og tilnefnd til Edduverðlaunanna 2020 í flokknum Sjónvarpsmaður ársins. Á árinu 2019 hlutu þættirnir Heilabrot verðskuldaða athygli en þar fjölluðu Steiney og Sigurlaug Sara um geðheilsu og andlega vanheilsu ungs fólks. Framundan hjá Steineyju eru fleiri afrek á skjánum og á sviði. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Dec 2020

1 hr 43 min

Spekingar hafa vægast sagt staðið sig feikilega illa í að gefa út þætti að undanförnu. Eiga þeir ekkert skilið nema skömm í hatt sinn fyrir lélega frammistöðu á því sviði. Fullir iðrunar lofa þeir bót og betrun á komandi misserum og þekkjandi þá, er ekkert víst að það klikki. Í fimmta þætti sérstakrar seríu sem heitir Spekingar Special stikluðu Spekingar á málefnum líðandi stundar ásamt því að drepa niður fæti á mest áberandi, sætustu og litríkustu fréttum vikunnar. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Nov 2020

1 hr 20 min

Að vanda taka Spekingar þá gríðarlegu ábyrgð á sínar herðar að smakka jólabjórana. Sérstakur gestur er Atli Þór Albertsson leikari og alhliða lífskúnstner. Í ár voru tappar 29-30 bjórtegunda rifnir upp en mönnum ber ekki saman um nákvæman fjölda. Kári Sigurðsson stjórnaði flæðinu og Jón Þór Skaftason og Sævar Ríkharðsson voru okkur til halds og trausts. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Nov 2020

3 hr 16 min

Á þessum síðustu og verstu hefur Gróa gamla á leiti verið ólseig að dreifa rógburði um óeiningu í röðum Spekinga. Kári Sigurðsson var jafnframt óþreytandi í tilraunum til að stía þeim í sundur í síðasta þætti sem vel á minnst var nr. 100. Hvort Gróa og Kári séu ein og sama manneskjan er erfitt að fullyrða um en enginn hefur þó séð þau tvö saman á sama tíma. Í ljósi atburða réðu Spekingar Capacent til að greina umræðuna og koma með tillögur að úrbótum og lausn í málinu. Eftir langa og stranga fundi kom í ljós að Spekingar voru allan tímann að ræða við skiptastjóra þrotabús Capacent. Þrátt fyrir yfirgripsmikla þekkingu skiptastjóra á gjaldþrotarétti hafði hann ekki hundsvit á krísustjórnun ófrægingarherferða líkt og þeim sem beinst hafa að Spekingum undanfarin misseri.  Auralausir eftir reikning skiptastjóra, og kostnað við að lýsa þeirri kröfu í búið, leystu Spekingar málin upp á gamla mátann, með því að rífa upp gamla góða símtólið. Afraksturinn má heyra í þessari stuttu klippu sem útskýrir af hverju hlustendur eru snuðaðir um þátt þessa vikuna. Spekingar lofa bót og betrun á komandi tímum.

Oct 2020

5 min 24 sec

Spekingar gefa út þátt nr. 100 þessa vikuna. Við það tilefni voru sóttir og færðir í stúdíó færustu álitsgjafar landsins til að fara yfir fyrstu upptöku Spekinga sem tekinn var upp á fyrri hluta ársins 2018. Upptakan hefur aldrei verið birt opinberlega en í þessum þætti fá hlustendur að heyra valdar klippur sem þola birtingu. Fyrsta upptakan verður birt í heild sinni samhliða öðrum upplýsingum um mikilvæga almannahagsmuni að 40 árum liðnum sbr. 1. mgr. 28. gr. l. nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.  Gestir þáttarins í stafrófsröð: JútjúbJón, Kári og Sesi.  Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Oct 2020

1 hr 49 min

Spekingar Special fóru ekki bara yfir sætar, áberandi og litríkar fréttir vikunnar heldur heyrðum við einnig í Eygló, móður Matta, sem upplýsti okkur um lesleti.  Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Oct 2020

34 min 59 sec

Eva Ruza og Hjálmar Örn eru klárlega á meðal skemmtilegasta fólks landsins. Þar sem er líf, þar er fjör og það var heldur betur raunin í þessum þætti. Við lögðum spilin á borðið og fórum yfir lífsins ljúfu stundir. Farvegur skemmtikraftsins er hlykkjóttur en með áræðni og dugnaði kemst hann á leiðarenda.  Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Sep 2020

2 hr 1 min

Spekingar Special fóru yfir sætar, áberandi og litríkar fréttir vikunnar. Helgin er framundan og BBQ Kóngurinn fór yfir matseðil helgarinnar.  Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Sep 2020

35 min 50 sec

Gunnlaugur Helgason, Gulli Helga eða ÞjóðarGull(i) eins og Spekingar kalla hann er gestur okkar þessa vikuna. Gulli er bæði frábær smiður og fjölmiðlamaður en bestur þegar hann er í báðum hlutverkum samtímis. Fröken útvarp bauð Gulla upp í dans árið 1984 og dansa þau ennþá saman, nú alla virka morgna á Bylgjunni. Eftir mjaltir skellir Gulli sér í smíðasvuntuna og bregður sér í raunhagkerfið eða tekur upp innslög fyrir einn vinsælasta sjónvarpsþátt landsins, Gulli byggir. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Sep 2020

1 hr 42 min

Mikill þrýstingur og háværar raddir hafa knúið Spekinga til þess að gefa út sérstakan þátt með óhefðbundnu sniði. Við tókum stöðuna á fréttum vikunnar og tókum púlsinn á Steina dúkara. Stóra spurningin er hvað er að vera leslatur? Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

Sep 2020

38 min 16 sec