Helgaspjallið

Helgi Ómars

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

All Episodes

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - IceHerbs - www.iceherbs.is Þrjár magnaðar konur standa á bakvið Foreldrafræðsla.is sem er byggð á nýrri nálgun í fræðslu fyrir foreldra, komandi foreldra, ömmur og afa, starfsmenn. Það eru þær Elsa Borg Sveinsdóttir, Rakel Guðbjörnsdóttir og Helena Rut Sigurðardóttir og við fórum yfir mögulega alla póla foreldra hlutverksins. Hvað er mikilvægast? Er okkar eigin ótti að hafa áhrif á uppeldið? Eða okkar eigin trauma? Samskiptin við börnin, undirbúningur fyrir barneignir, hverjar eru "réttu" eða réttu aðferðirnar? Hversu mikilvægt er að hlúa að sjálfum sér sem foreldri? Spurningarnar eru endalausar og svörin ekki bara geggjuð, heldur falleg líka. Ég eeeelskaði að taka þennan þátt upp og vona svo innilega að einhver gæti nýtt sér hann til góðs. Hægt er að skoða Foreldrafræðsluna á Instagram undir @foreldrafraedsla - njótið vel! Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó Podcaststöðvarinnar.

Nov 30

1 hr 36 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - IceHerbs - www.iceherbs.is Verkfræðingurinn, samfélagsmiðladrollan og einlægnissnilldarbomban Katrín Edda er mætt til landsins að kynna glænýju dagbókina sína. En ég var svo heppinn að fá hana til mín í stúdíó-ið beint af flugvellinum frá Þýskalandi. En ég fékk að kynnast bakrunninum hennar og er hún alveg jafn mögnuð og ég hafði ímyndað mér og rúmlega það. Við fórum yfir æskuna sem var allskonar og rebelísk unglingsárin. Hún deilir einnig með okkur frá ofbeldissambandinu sem hún lenti í ásamt sorginni eftir að hún missti bróðir sinn nýlega. Katrín er að öllu leyti geggjuð, einlæg, heiðarleg og að sjálfssögðu gjörsamlega guðdómleg. Mjög þakklátur að hafa fengið að eiga þetta spjall með henni og vona að þið njótið vel -

Nov 26

1 hr 50 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - IceHerbs - www.iceherbs.is Jógaþjálfarinn og sminkan Steinunn Þórðar eða Namasteina er nýjasti gesturinn minn. Steinunn er einnig að klára sjúkraþjálfaran og á það hug hennar allan um þessar mundir. Steinunn lendi í grófu heimilisofbeldi sem hún deilir með okkur í þessum þætti. Við köstum milli upplifunum okkar um ofbeldi og opnum okkur uppá gátt. Við förum einnig yfir hvernig sálræn áföll hefur áhrif á líkamann okkar ásamt vangaveltur um kerfið ásamt svo margt annað. Virkilega mögnuð frásögn af hálfu Steinunnar og ótrúlega fræðandi. Hvet ykkur til að hlusta - njótið vel. Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Sírús stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

Nov 20

1 hr 27 min

Þátturinn er í boði: Finn Crisps Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Fitness Sport - www.fitnesssport.is IceHerbs - www.iceherbs.is Katrín Amni er ein magnaðasta manneskja sem ég hef hitt. Þessi þáttur varð hálfpartinn til yfir matcha latte þar sem við sátum og töluðum saman þegar ég opnaði mig um að ég ætti við óhollt samband við peninga. Katrín droppaði einni bombu á eftir annarri og í kjölfarið varð ég að deila þessu með ykkur. Ég held að við áttum okkur ekki alveg á því hvaða samband við eigum við peninga og oft eru peningar ekkert sem er endilega rætt. Svo að tala við Katrínu var eins og ferskt loft og eiginlega bara smá masterclass. Katrín er eigandi og framkvæmdastjóri IceHerbs og er að öllu leyti yndisleg og heilsteypt manneskja og galaxía af visku. Ég elska þennan þátt og vona að þið gerið það líka - njótið vel! Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíói Podcaststöðvarinnar -

Oct 31

1 hr 26 min

Þátturinn er í boði: Finn Crisps Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Fitness Sport - www.fitnesssport.is IceHerbs - www.iceherbs.is Sara Odds er markþjálfi, ráðgjafi og shaman og veit vel hvað hún syngur. Við förum yfir söguna hennar ásamt því að hún kynnir okkur fyrir hugrekki, heiðarleika og sjálfsþekkingu en hún segir að það sé eitt af megin atriðum þess að öðlast allt hið fallega í lífinu. Ég votta að þessi nálgun er brjálaðslega áhugaverð og var gjörsamlega geggjað að sitja á móti henni að hlusta á hana. Hún hefur okkur einnig skýrari sýn á hvað "fight or flight" þýðir í raun og veru og hvaðan það kemur og hvernig við getum brotið sirkúlinn. Mæli innilega með þessari mögnuðu konu og njótið vel! Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíói Podcaststöðvarinnar -

Oct 29

1 hr 19 min

Þátturinn er í boði: Finn Crisps Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Fitness Sport - www.fitnesssport.is IceHerbs - www.iceherbs.is Heimsins besta Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli er loksins komin á klakann eftir alltof langa Covid pásu svo ég að sjálfssögðu dróg hana inn í stúdíó. Viðfangsefnið er einfalt, streyta, meðvirkni og að setja mörk. Svo hreinlega - must hlustun! Ragga er án efa en klárasta manneskja sem ég þekki svo njótið vel! Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó Podcaststöðvarinnar -

Oct 24

1 hr 28 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Finn Crisp Dominos - www.dominos.is - Fitness Sport - www.fitnesssport.is IceHerbs - www.iceherbs.is Þvílík ánægja að fá Önnu Birtu Lionaraki í stúdíó-ið til mín og þar sem hún gefur okkur innsýn í hvað það er að vera miðill, hvaðan það kemur og hvernig það þróaðist, hvernig hún hjálpar fólki og hvernig þetta allt virkar. Það er svo magnað að hlusta á hana og ekkert eðlilega góð orka og skemmtileg. Njótið vel! Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó Podcaststöðvarinnar -

Oct 18

42 min 7 sec

Þátturinn er í boði: Finn Crisps Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Fitness Sport - www.fitnesssport.is IceHerbs - www.iceherbs.is Vá, Gerða Jóns, íþróttafræðingur og þjálfari með meiru ræðir um líkamlega og andlega heilsu. Gerða er m.a með hina vinsælu In Shape tíma. Við hefðum getað tekið þriggja tíma þátt og hún kemur vonandi tilbaka sem fyrst enda nóg að tala um. Við fáum að kynnast Gerðu og deilir hún með okkur hvernig það var að alast uppí alkóhólísku umhverfi og hvernig það hefur mótað hana í dag. Einnig hvernig agi fimleika hefur áhrif á hana í dag. Gerða hefur fengið ófá verkefni tilfinningalega og er magnað að hlusta á hvernig viðhorfið hennar er hvað það varðar. Einnig ræðum við allt tengt tenginunni minni hinu andlega og líkamlega og viðhorf hennar gagnvart hreyfingu er svo fersk, létt og eins og að anda að sér hreinu lofti. Ræktarkvíði, æfa í streytukerfinu, að líða vel, að taka tíma fyrir sig og allt þar í kring. Gerða er gjörsamlega stórkostleg í allar æðar og finnur maður það bæði að hlusta á hana og tala við hana. Vá hvað ég mæli með - Þið finnið hana t.d. á Instagram www.instagram.com/gerdajons & www.gerda.is - Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

Oct 15

1 hr 30 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Fitness Sport - www.fitnesssport.is IceHerbs - www.iceherbs.is Hólmfríður Rut kom til mín í spjall en við sátum á Fjallkonunni að narta í salat þegar hún sagði mér frá einu besta ráði sem ég hef fengið og ég vissi að ég þyrfti að deila því með ykkur hér á Helgaspjallinu. Við Hófí eigum það einnig sameiginlegt að hafa verið í ofbeldissamböndum en höfðum hvorug hugmynd um það þrátt fyrir að hafa verið saman uppá dag þegar við vorum í þessum tilteknu samböndum. Við förum yfir hvernig og afhverju. Hvernig virkar ofbeldi? Hvernig fattar maður þetta? Og mikilvægast, hvað er til ráða? Eftir síðasta þátt og pistil minn á Trendnet.is hugsaði ég þennan þátt fyrir þá sem tengdu við þennan tiltekna pistil. Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

Sep 26

54 min 32 sec

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Fitness Sport - www.fitnesssport.is IceHerbs - www.iceherbs.is Elísabet Gunnars kom loksins í podcast! Þessi brjálaðslega hæfileikaríka og frábæra kona er eigandi og konan á bakvið Trendnet.is og hefur farið útum allt, en hún flutti út með manninum sínum Gunnari þegar hann fór að spila í atvinnumennsku í handbolta. Elísabet hefur stórkostlega vinnu-ethík og við fáum að kynnast henni betur. Við ræðum meðal annars mikilvægi hreyfingar, breytingarnar að vera flutt heim eftir 12 ár, hjónabandið hennar og hvernig það var að eiga mann í Þýskalandi, eitt barn á Íslandi og með annað barnið í Danmörku. Elísabet er ekkert nema innblásturinn og bensíngjöfin og var yndislegt að sitja á móti henni og fá að hlusta á hana. Njótið vel - Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó-i Podcaststöðvarinnar -

Sep 20

1 hr 15 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Fitness Sport - www.fitnesssport.is IceHerbs - www.iceherbs.is Vá vá vá - það þarf varla að kynna inn Söru Maríu Forynju. Hún er gúru, listakona, hönnuður, markþjálfi og allt hið fallega þar á milli. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið hana til mín aftur og hún gjörsamlega umturnaði lífi mínu í þessu spjalli. Hún er galaxía af visku og en hún tildæmis segir okkur á mannamáli hvar sveppir og hugavíkkandi efni standa í nútíma geðfræði, hvað það þýðir og hvað það gerir. Ég spyr hana stórra spurninga, meðal annars varðandi minn bata og hún kom með hverja sleggju á eftir annarri sem mögulega breytti öllu hjá mér. Við ræðum meðvirkni, innra barnið okkar þar sem ég hreinlega fór að skæla og sjálfsábyrgð ásamt svo mörgu öðru. Ég get ekki mælt meira með að hlusta á hana Söru með silkimjúku röddina. Njótið vel - Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus stúdio-i Podcaststöðvarinnar -

Sep 12

1 hr 21 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Þorgerður Katrín, þingmaður og formaður Viðreisnar og aðstoðarkonan hennar og frábæra klára vinkona mín María Rut mættu í stólinn og förum við yfir alla liti pólitíkarregnbogans. Við fáum að kynnast Þorgerði betur og heyra söguna hennar. Áskorarnir, sjálfsskoðunin, skrefið að fara aftur í pólitík ásamt skemmtilegum sögum. María sem er að bjóða sig fram til þings segir einnig frá ferðalaginu sínu hvernig hún komst á þann stað sem hún er á í dag. Til dæmis kómíska sagan hvernig hún fékk stöðuna sem aðstoðarkona Þorgerðar. Það er nóg af fræðslu, hlátri og gleði í þessum þætti og mæli með að hlusta á þessar stórkostlegu konur. Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó Podcaststöðvarinnar -

Aug 31

1 hr 30 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Linda Sæberg mætti aftur í stúdíó-ið enda nóg um að ræða. Í síðasta þætti vorum við komin að veikindum Lindu, en hún fór í gegnum þá erfiðu reynslu að greinast með brjóstakrabbamein og hún deilir með okkur hvað hún tók með sér í kjölfarið og hvernig lífið hennar breyttist. Við ræðum um örlögin, alheiminn, tíðni, taka hluti í sátt og flæðið í lífinu. Það var yndislegt að hlusta á Lindu og gleður mig að deila þessum seinni þætti með ykkur - Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó Podcaststöðvarinnar -

Aug 30

1 hr 17 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Þessi þáttur er fyrsti partur af tveimur þáttum með Lindu Sæberg. Linda er fögur tilfinningasprengja sem vakti athygli á samfélagsmiðlum þegar hún gaf innsýn inní baráttu sína við krabbamein. Fyrir veikindin fæddi hún soninn sinn Esjar og til að forðast skammdegisþunglyndið í fæðingarorlofinu sínu þá tók hún þá ákvörðun að flytja til Bali með fjölskylduna. Þáverandi manninn sinn, dóttir sína og þriggja mánaða son, hún segir okkur frá ferðalaginu og það sem tók við þegar hún tók við. Það sem tók við þegar komið var heim var hið hefðbundna líf sem hún hélt og hún vildi en svo var ekki. Frásögnin hennar er ótrúlega einlæg og áhugaverð og það sem tók við í kjölfarið var eitt hennar stærsta verkefni lífinu, sem var baráttan við bjóstakrabbamein sem við förum betur yfir í næsta þætti - Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó Podcaststöðvarinnar -

Aug 25

1 hr 14 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Ljúfa Íslands, Guðrún Sørtveit förðunarfræðingur og bloggari á Trendnet kom til mín í annað skipti og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. Guðrún opnar sig um upplifun sína af utanlegsfóstri og hvernig ferlið var og hvernig það tók á andlegu hliðina. Í kjölfarið varð Guðrún aftur ólétt af Áslaugu Rún sem fæddist í kickstarti Covid. Guðrún opnar sig um hvernig það var að vera nýbökuð móðir með fyrsta barn í heimsfaraldri ásamt því að hafa lent í áfalli á meðan Covid stóð sem hæðst. Guðrún er ein einlægnissprengja og fátt yndislegra en að sitja með henni og spjalla um daginn og veginn. Njótið vel kæru hlustendur - Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó Podcaststöðvarinnar -

Aug 15

1 hr 28 min

Þátturinn er í boði: Iceherbs - www.iceherbs.is Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Losti.is - www.losti.is Hönnuðurinn og Trendnet bloggarinn Andrea Magnús kom loksins til mín í stúdíó-ið! Andrea er án efa ein yndislegasta manneskja sem ég þekki, hún hefur alltaf ráð og segir einhvernvegin alltaf það rétta og hef ég tekið mér margt til fyrirmyndar á þeim tíma sem ég hef þekkt hana. Við fáum að kynnast henni enn betur og grafa aðeins ofan í lífið hennar. Allt frá fjölskyldulífi, fyrirtækjareksturinn hennar og tilfinningalíf. Við ræðum meðal annars um manifest draumana okkar og hvernig við látum verða að þeim. Hún hefur svo magnaða manneskju að geyma og var yndislegt að fá að hlusta á hana og sýn hennar á lífið eins og það leggur sig. Andrea rekur búðina www.andrea.is á Norðurbakka í Hafnarfirði ásamt því að vera bloggari á www.trendnet.is og er aktív á Instagram með rúmlega tólf þúsund fylgjendur. Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó-inu í Podcaststöðinni -

Jul 31

1 hr 20 min

Þátturinn er í boði: Brynju Ís - Iceherbs - www.iceherbs.is Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Losti.is - www.losti.is Ragna Björg Guðbrandsdóttir er teymisstjóri Bjarkarhlíðar sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hún tók mér opnum örmum þegar ég gekk þar inn bugaður á sál og líkama og tókum við þennan þátt með því markmiði að hjálpa hlustendum að læra að þekkja rauðu flöggin og andlegt ofbeldi. Ragna er heil galaxía af reynslu og þekkingu í þessum málum og fáum við að heyra söguna hennar. Það var mér mikill heiður að fá hana til mín. Þessi þáttur var gerður með því markmiði að fræða og vonandi hjálpa einhverjum þarna úti. Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó Podcaststöðvarinnar

Jul 23

1 hr 6 min

Þátturinn er í boði: Iceherbs - www.iceherbs.is Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Losti.is - www.losti.is Gunnar L Friðriksson eða Gunnar DAO eins og ég vil kalla hann er Tíbetskur Búddisti sem hefur iðkað Búddisma í yfir 30 ár situr fyrir svörum og sturtar yfir okkur heilandi og falleg heilræði frá þekkingu sinni. Hann deilir einnig persónulegum reynslum varðandi fíkn og hvernig honum tókst að reyna fá jafnvægi milli Búddisma iðkun sína og fíknina. Hann lendir einnig í því krefjandi verkefni að fá ristilskrabbamein sem tók á og hvernig honum tókst að nýta heilandi aðferðir í því verkefni. Hann einnig gerir stutta og yndislega sjálfssamkenndar hugleiðslu með okkur sem ég hvet ykkur öll til að taka þátt í. Ég er þakklátur fyrir þennan þátt og Gunnar skildi mikið eftir hjá mér og vona að þessi þáttur gerir slíkt hið sama fyrir ykkur. Heimasíða Gunnars er www.dao.is fyrir áhugasama - Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó-i podcast stöðvarinnar

Jul 14

1 hr 26 min

Þátturinn er í boði: Brynju Ís - Iceherbs - www.iceherbs.is Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Losti.is - www.losti.is Sigríður Þormar er doktor í sálfræði. Hún skrifaði grein á Stundin.is sem heitir "Í neti narsissistans" sem vakti gríðarlega mikla athygli. Þessi þáttur er einn sá stærsti fyrir mína parta. Narsissistar og fólk með narsissistíska hegðun er ótrúlega hætturlegt fólk og þess vegna er mikilvægt að kynnast hegðunarmynstri þeirra. Eins og Sigríður skrifar, í neti narsissistans er svo ótrúlega rétt. Hægt væri að gera 100 þætti um viðfangsefnið en við förum yfir eins mikið og við gátum í fyrsta þætti. Þessi þáttur á að vera fræðandi og mæli ég með að hlusta á Sigríði fyrir alla. Eina leiðin til að geta farið sig við Narsissista er að þekkja formúluna og hætti þeirra. Afhverju gera þeir það sem þeir gera? Hvað er gaslýsing og hversu stór þáttur er hún í andlegu ofbeldi narsissistans? Hvernig getum við séð rauðu flöggin? Hver er úrræðin ef við erum í kringum einhvern sem beitir svona ofbeldi? Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó-i podcast stöðvarinnar

Jul 2

1 hr 26 min

Þátturinn er í boði: Brynju Ís - Iceherbs - www.iceherbs.is Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Losti.is - www.losti.is Hin stórkostlega Eva Mattadóttir mætti loksins til mín í stúdíóið þar sem við fáum að kynnast henni betur. Hún deilir meðal annars með okkur hvaða hlutverk alkóhól hefur haft á lífið hennar og við förum útum allar tryssur með fókus á valdið sem við höfum innra með okkur. Það var svo magnað þegar þú sagðir "Þetta er í boði fyrir okkur" og það sem er í boði fyrir hvert og eitt okkar, er stórmagnað. Mæli með að hlusta á þessa stórkostlegur konu - Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíóinu í Podcaststöðinni -

Jul 1

1 hr 23 min

Þátturinn er í boði: Brynju Ís - Iceherbs - www.iceherbs.is Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Dr.Teals - Losti.is - www.losti.is Við Eva setjumst niður eftir stormasamar vikur varðandi seinni og kröftuga #MeToo bylgju. Ég vissi að Eva væri fullkomin í stólinn varðandi nálgunina sem ég vildi í umræðuna. Að vera séður og taka heilandi vinkil á málefnið. Hvernig getum við gert betur? Hvert er framhaldið og hvert viljum við fara með þetta? Hver er framtíð #MeToo - Við erum mjög magnað samfélag hér á Íslandi og veit að við getum haft stór áhrif. Ég vona að það þið hafið eins gott af þessum þætti og ég þegar ég sat á móti Evu. Að fá að hlusta á hana er alltaf eins og að fara á fyrirlestur með hafsjó af visku og upplýsingum. Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó-i podcast stöðvarinnar

May 31

1 hr 17 min

Þátturinn er í boði: Iceherbs - www.iceherbs.is Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Dr.Teals - Losti.is - www.losti.is Stjörnuspekisdrollan Jara Giantara er mætt aftur í VOL 2 þar sem við förum meðal annars yfir stjörnukortalestur. Það var ótrúleg upplifun að fara til hennar og hinir ótrúlegustu hlutir koma uppá yfirborðið í slíkum lestri. Jara er án efa ein andlega klárasta manneskja sem ég hef fengið að hitta og eftir stjörnulesturinn ræðum við allt frá lífinu, tímanum, ofbeldi, andleg tól og hendir hún út hverri sannleiksbombuna á eftir annarri sem gerði mig alveg kjaftstop. Gæti ekki mælt meira með að hlusta og fyrir stjörnuspekisunnendur er bæði Jara og þátturinn algjört yndi í eyrun. Njótið vel x Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíóinu í Podcaststöðinni -

May 28

1 hr 2 min

Þátturinn er í boði: Brynju Ís - Iceherbs - www.iceherbs.is Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Dr.Teals - Losti.is - www.losti.is Það er ekki hægt að vera með hlaðvarp í maí mánuði og ekki gera þátt um Eurovision. Ég fékk til mín Eurovision expert Kristján Eldjárn sem heldur úti síðunni Kristján og Eurovision á Facebook ásamt því að vera aktívur á Instagram þar sem hann sýnir frá skemmtilegu Eurovision efni. Við gefum stigin okkar fyrir keppnina í ár og förum yfir gömul ár ásamt því að fara yfir vanmetin lög, ofmetin lög og allt þar á milli - Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó-i podcast stöðvarinnar

May 19

1 hr

Þátturinn er í boði: Iceherbs - www.iceherbs.is Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Dr.Teals - Losti.is - www.losti.is Í þessum þætti af Helgaspjallinu fæ ég til mín stjörnuspeking, heilara og jógakennara Jöru Giantara þar sem ég forvitnast hvað er stjörnuspeki? Hvernig byrjaði þetta?Hver er sagan? Erum við bara eitt stjörnumerki? Hvaða áhrif hefur rísandi? Stjörnumerkin og stjörnurnar hafa áhrif á hver við erum og hvernig geta þau hjálpað okkur að uppfylla tilgang lífs okkar? Ásamt því að við fáum að kynnast þessari mögnuðu konu og heyra hvernig hún endaði í því sem hún gerir í dag. Þetta er aðeins fyrri þáttur og er næsti enn kröftugari þar sem við förum í veraldlegri og gröfum enn dýpra. Njótið vel - Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíóinu í Podcaststöðinni -

May 8

51 min 13 sec

Þátturinn er í boði: Iceherbs - www.iceherbs.is Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Dr.Teals - Losti.is - www.losti.is Eftir fyrsta þáttinn sem við Davíð tókum saman sem vakti mikla athygli ákváðum við að bomba í annan þátt enda nóg að ræða. Ég var forvitinn að vita meira en tenging Davíðs til æðra mátts og vildi vita meira. Við ræðum heilun, og tattoo therapy sem Davíð framkvæmir sem ég hef aldrei heyrt áður. Hvað er heilun? Hvað er tattoo therapy? Forvitnin hélt áfram. Hlutir eins og geimverur koma til sögu og er ótrúlega gaman, eins og fyrst, að hlusta á Davíð með opnum huga - Njótið vel Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíóinu í Podcaststöðinni -

Apr 30

1 hr 11 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Dr.Teals - Losti.is - www.losti.is Linda Ósk var áberandi í dansbransanum hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Hún stjórnaði danshópnum Rebel og átti einnig dansstúdíó undir sama nafni. Linda var sú sem kynnti mér fyrir andlega heiminum og gaf mér góð ráð. Þegar hún bjó í Kaupmannahöfn bönkuðu uppá hjá henni Vottar Jehóvar sem leiddi til þess að hún í dag er einnig Vottur Jehóva. Ég var eðlilega forvitinn, hvað má? Hvað má ekki? Hver er Jehóva? Ég fékk að spurja eins og bavíani og fékk helling af áhugaverðum svörum. Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíóinu í Podcaststöðinni -

Apr 27

1 hr 34 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Dr.Teals - Losti.is - www.losti.is Davíð Arnar Oddgeirsson er einn magnaður maður. Í þessum þætti ræðum við innra barnið okkar og Davíð eiginlega tekur okkur á ferðalag inní sinn heim og sinn sannleika og það var vægast sagt magnað að fá að sitja fyrir framan hann og hlusta. Við ræðum einnig kynferislegt ofbeldi sem Davíð varð fyrir, hvernig hann vann úr því og hvernig honum tókst að fyrirgefa. Hann fræðir mig um kantalista, hvað það er að lifa í skömm og hvernig við navigate-um það. Hvernig við getum horft í augun á sjálfum okkur, vinna í skuggunum okkar og öðlast meiri vakningu. Davíð deilir einnig með okkur öðruvísi pælingar með nýjum vinkil og Covid 19 og segir meðal annars að Covid 19 sé ein stærsta gjöf sem mannkynið hefur fengið. Ég gæti skrifað endalausan texta enda förum við í alla heimana í þessu spjalli og ég gæti eiginlega ekki mælt meira með því að hlusta á þennan gjörsamlega magnaða einstakling. Þessi þáttur er einn af tveimur og hlakka til að deila honum með ykkur. Ég segi bara njótið ferðalagsins og þangað til næst! Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíóinu í Podcaststöðinni -

Apr 8

1 hr 23 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Dr.Teals - Losti.is - www.losti.is Rvk Ritual drottningarnar Eva Dögg Rúnarsdóttir og Dagný Berglind eru hafsjór af þekkingu og visku. Þær eru meðal annars með Self-Mastery class sem við brjótum niður fyrir ykkur skref fyrir skref. Ég hef sjálfur tekið þátt tvisvar og hefur reynst mér gríðarlega vel og er ég ótrúlega ánægður að þær voru til í að vera með smá Masterclass hér á Helgaspjallinu. Sjálfsþekking, hreinsun, markmið og manifesting eru þættir námskeiðsins. Þær eru stórkostlegar báðar tvær og þetta spjall fékk mig til að hugsa marga daga eftir. Njótið vel!

Mar 29

1 hr 26 min

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - Dr.Teals - Losti.is - www.losti.is Dansdrottningin og samfélagsmiðla mega beib-ið Ástrós Trausta settist niður hjá mér og við fáum innsýn inní dansheiminn ásamt því að kynnast henni. Við töluðum um gildi, slúður, mörk og lífsreglurnar fjórar sem eru svo ótrúlega máttugar. Ástrós stoppaði mig af á dögunum og sagði "Ég vil ekki tala illa um fólk" sem sló mig en það kveikti á perunni hjá mér og ég kunni svo ótrúlega að meta það. Sem tölum meðal annars um það ásamt svoooo mörgu öðru. Það gæti komið fólki á óvart hversu andleg Ástrós er og hún hefur kennt mér mikið og veit að þið eruð mörg þarna úti sem gætu tekið margt gott frá þessu spjalli.

Mar 23

1 hr 10 min

Þátturinn er í boði - Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Losti.is - www.losti.is Dr.Teals - fæst í Hagkaup, Lyfju, Lyf og Heilsu og Apótekum Dominos - www.dominos.is Maðurinn á bakvið Granda 101 Númi Katrínarson ræðir allt frá Crossfit ferilinn og skrefið að koma heim frá Svíþjóð og opna heilsuræktarstöðina Grandi 101 ásamt því að keyra sig í burnout í kjölfarið. Það sem tók við er mögnuð vegferð og er Númi einstaklega opinn og einlægur í varðandi síðustu tvö þrjú ár. Meðal annars reynsla hans á sveppum, hvernig það hefur hjálpað honum og öðlast innhaldsríkara líf í kjölfarið, andleg og líkamleg heilsa og hvernig hún spilar saman, kúltúrinn okkar og slökun, Covid og hvað það er að kenna okkur eða vekja okkur. Númi er magnaður og einstaklega skemmtilegt að hlusta á hann.

Mar 16

1 hr 20 min

Þessi þáttur er í boði Chitocare, Dr Teals og Losti.is - Hugsjónarmaðurinn Ágúst Freyr eða Áki settist niður með mér og við tölum um að framkvæma draumana sína en hann var lagerstarfsmaður í skuld, með barn á leiðinni og segir frá mögnuðu ferðalagi hvernig honum ásamt konunni sinni opnaði eina vinsælustu hollustubúllu landsins Maika'i. Það er fáranlega gaman að hlusta á hann og mæli með þættinum. Hann er hvergi hættur og er gott dæmi um að láta ekkert stoppa sig og fylgja draumunum sínum og framkvæma hugmyndir. www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið www.losti.is Dr Teals í Lyf og Heilsu, Hagkaup, Lyfja

Mar 6

1 hr 36 min

Þessi þáttur er í boði Chitocare - Afsláttarkóði: Helgaspjallið á Chitocare.is Anna Lára Orlowska segir frá magnaðari sögu sinni frá æsku. Ungfrú Ísland ævintýrið og svo förum við yfir margar hliðar af mikilvægi góðmennskunar, en Anna er ein af þessum einstaklingum sem skín af þegar kemur að því að lifa í gildum sínum. Við ræðum einnig andlega ferlið eftir sambandsslit, hvað það kennir okkur og hvernig við getum lært af því ásamt svo mörgu öðru. Það var yndislegt að fá hana til mín og mæli með að hlusta á þessa mögnuðu konu,

Feb 23

1 hr 13 min

Þátturinn er í boði Chitocare - Afsláttarkóði á Chitocare.is: Helgaspjallid Listakonan Sandra Ólafs kom til mín í spjall því hún hefur farið í gegnum magnað andlegt ferðalag. Hún hefur glímt við þunglyndi, kvíða, átröskun, vefjagigt og hryggjagigt og en deilir með okkur að með hvernig hún náði með mætti hugans að yfirstíga þessar áskornarnir. Hún talar einnig um nauðgunina sem hún varð fyrir, reiðina í kjölfarið og hvernig hún vann úr því. Við förum yfir allar deildir spiritúalismans og vonandi að þið njótið vel.

Feb 10

1 hr 3 min

Þessi þáttur er í boði Chitocare Beauty og Dominos - Að setjast með Sylvíu var eins og að drekka stóran bolla af hamingju, visku og vellíðan. Það er svolítið Sylvía eins og hún leggur sig. Ekki bara guðdómlega fögur heldur alveg galið klár. Hún splæsti á mig einum masterclass um hugmyndafræði Dale Carnegie þar sem hún fékk þann heiður að vera efst kvenna á lista fyrir bestu Dale þjálfara í heiminum, svo hún er eeekkert að grínast. Við ræðum taugabrautir, að þora að vera inní okkur og svo ræðum við besta ráð í heiminum - clear is kind. Mæli svo innilega með og annað okkar fer meira segja að skæla í þættinum. www.instagram.com/helgiomarsson www.instagram.com/sylviafridjons www.instagram.com/chitocare www.instagram.com/dominos_iceland

Dec 2020

1 hr 13 min

Þessi þáttur er í boði Chitocare og Dominos - Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundson kom til mín í einlægt viðtal en hann sprengdi íslenska tískusenuna þegar hann stofnaði merkið JÖR. Guðmundur hefur verið opinn varðandi geðheilbrigði sem ég dáist mikið af. Hann opnar sig um kynferislegt ofbeldi sem hann lenti í, mikilvægi sálfræðimeðferðar, rítalín notkun og förum einnig yfir tímalínuna hans frá því hann byrjaði í listaháskólanum, stofnaði tískumerkið JÖR sem sprakk upp og einnig tölum við um afleiðingar þess að sitja í stjórnarstöðu hjá stóru fyrirtæki og öllu sem því fylgir, Gjaldþrotið og comeback-ið sem komið er á flug. Guðmundur talar mjög hreint út og skilur ekkert eftir. Stórmagnað að viðtal við stórmagnaðan mann. Njótið vel -

Dec 2020

1 hr 9 min

Apríl Harpa kom til mín í annað skiptið og margt hefur runnið til sjávar síðan. Dóttir hennar Lúna kom í heiminn og talar Apríl og krefjandi fæðingu og hvernig var að fæða barn á Bali. Hún talar einnig um tímann eftir barnsburð og hversu mikilvægur hann er fyrir bæði barn og foreldra. Við ræðum tilfinningar á bakvið ástarsorg og öfundsýki ásamt svo mörgu öðru. Ef það er eitthvað sem við Apríl getum þá er það að tala um allt milli himins og jarðar. Ég vill meina að þátturinn er smá svona soulfood og vona að þið verðið ánægð með hann -

Dec 2020

1 hr 35 min

Þessi þáttur er í boði Chitocare og Dominos - Þessi þáttur er handa öllum þeim sem annaðhvort eru að ganga í gegnum skilnað, sambandsslit eða sitja föst í sambandi sem ekki lengur veita hamingju og vita ekki alveg í hvern fótinn á að stíga í. Þegar ég fór í gegnum mitt ferli þá gerði ég dauðaleit af einhverju hlaðvarpi sem gat gefið mér smá von og ró, en án árangurs. Svo ég ákvað að gera þáttinn sem ég leitaði af með klárustu skvísu sem ég þekki, Röggu Nagla. Þetta er þokkalega ekki í fyrsta skipti sem hún situr á móti einstakling sem er að ganga í gegnum það sama og ég. Hver er ég? Hvernig kemst ég í gegnum þetta? Hvernig kem ég mér í gegnum þetta eins vel og heilbrigt og ég get? Hvað nú? Þetta eru allt spurningar sem við svörum í þættinum - gjörið svo vel www.instagram.com/helgiomarsson www.instagram.com/ragganagli www.instagram.com/chitocare www.instagram.com/dominos_iceland Stef eftir Arnar Boga/Boji

Nov 2020

48 min 37 sec

Þessi þáttur er í boði Chitocare og Dominos - www.chitocare.is www.dominos.is Ég náði hinum stórkostlega Begga Ólafs til mín í Helgaspjallið korteri áður en hann fékk að tilkynna að hann skrifaði eitt stykki bók sem vakið mikla athygli og fór um samfélagsmiðla eins og eldur í sinu. Við ræðum að sjálfssögðu bókina og innihald hennar, þar á meðal munurinn á hamingjusamu lífi og innihaldsríku lífi sem var ótrúlega sjarmerandi hugmyndafræði. Við dettum auðvitað í hið andlega og ræðum innsæið, að leiða með hjartanu og allskonar pælingar sem kalla fram smá "mindblow" -

Nov 2020

1 hr 15 min

Leikkonan og smekksbomban Kristín Péturs kom loksins til mín í Helgaspjallið eftir mikla eftirspurn. Við fengum að kynnast henni, hvaðan hún kom og hvert hún er að fara. Kristín tjáir sig um skilnaðinn sem fljótt var kominn í fjölmiðla og opinber fyrir almenning að tjá sig og sögurnar sem komu í kjölfarið. Kristín er svo einlæg í þessu viðtali og við ræðum allt í kringum samfélagsmiðlana, hvers konar áhrif skilnaður hefur á sálarlífið og að sjálfssögðu hið bjarta og fallega í lífinu. Þessi þáttur er í boði Chitocare Beauty - chitocare.is Þátturinn er einnig í boði Dominos á Íslandi - www.instagram.com/helgiomarsson www.instagram.com/kristinpeturs www.instagram.com/chitocare www.instagram.com/dominos_iceland Stef er eftir Arnar Boga/Boji Logo eftir Andreu Jóns á 29linur

Oct 2020

1 hr 26 min

Þessi þáttur er í boði Chitocare og Dominos - Afsláttarkóði á Chitocare.is: Helgaspjallið Ég fékk til mín Maríu Rut sem vinnur á alþingi og gegnir öðrum skemmtilegum verkefnum, eins og Pælum í Pólitík á Instagram, meðeigandi og stjórnandi Hinseginleikans og svo margt annað. María er hafsjór af visku og sérstaklega þegar kemur að pólitík. Við settumst niður og fórum yfir allskonar málefni og ég drita yfir hana hinum ýmsu spurningum um alþingi, framtíðina í pólitík, nýju stjórnarskránna og allt þar á milli. Markmiðið með þessum þætti er að allir, fólk sem hefur áhuga á póltík og ekki gæti hlustað og verið aðeins klárari í kringum hvað er að gerast hér á Íslandi. Er spilling? Er gott vibe á Alþingi? Name it. Við förum yfir það - mæli með þessum þætti og þakka Maríu svo mikið að hafa komið og gert mig vitrari. www.instagram.com/helgiomarsson www.instagram.com/mariarut www.instagram.com/chitocare www.instagram.com/dominos_iceland

Oct 2020

1 hr 33 min

Þessi þáttur er í boði Chitocare Beauty og Dominos - Fyrir ekki svo löngu heyrði ég þetta hugtak, gaslighting eða gaslýsing eins og hægt er að kalla á íslensku. Ég varð forvitinn og kynnti mér þetta örlítið og vissi að ég þyrfti að vita allt, enda var þetta eitthvað sem ég sjálfur en ekki haft hugmynd um það. Ég fékk til liðs með mér Esteri Ingvars sem er sálfræðingur og snillingur með meiru. Hún fræðir okkur um gaslighting, tilfinningalega kúgun, ráð, afleiðingar og allt þar á milli. Mér fannst sláandi að heyra allt þetta og finnst magnað að þetta sé ekki meira rætt og hvað við vitum lítið um þessa aðferð af andlegu ofbeldi. Vona að þessi þáttur nýtist einhverjum til góðs. Afsláttakóði á chitocare.is: Helgaspjallið / Helgaspjallid www.instagram.com/helgiomarsson www.instagram.com/chitocare www.instagram.com/dominos_iceland

Sep 2020

1 hr 8 min

Þessi þáttur er í boði ChitoCare Beauty og Dominos - Í þessum þætti setjumst Ragga Nagli niður og ræðum hugmynd sem Dagný systir smellti á borðið. Afhverju þurfum við að verða besta útgáfan á sjálfum okkur og ekki bara vera nóg eins og við erum á degi hverjum. Við grófum svolítið í þessi mál ásamt öðru. Afsláttarkóði á chitocare.is er Helgaspjallid - www.instagram.com/helgiomarsson www.instagram.com/ragganagli www.instagram.com/chitocarebeauty www.instagram.com/dominos_iceland Stef eftir Arnar Boga/Boji Logo eftir Andreu Jóns hjá 29 línum - Njótið vel!

Sep 2020

51 min 55 sec

Eins og í hin skiptin sem fastagesturinn Eva Dögg Rúnars hjá RvkRitual þá förum við yfir hin ýmsu viðfangsefni. Meðal annars hvernig hún gerði íbúðina sína græna frá grunni, korkgólf. Hvað er fight or flight og hvernig skiljum við það betur í daglegu lífi, við ræðum people pleasing og hvernig hægt er að vinna úr því, áhrif Aquarius aldarinnar, hugleiðsluráð og uppbyggingu Self Mastery Class hjá RvkRitual. Þessi þáttur er í boði Dominos og Chitocare - www.instagram.com/helgiomarsson www.instagram.com/evadoggrunars www.instagram.com/chitocare www.instagram.com/dominos_island

Sep 2020

1 hr 27 min

Helgaspjallið er komið aftur eftir sumarfrí. Við Ragga Nagli setjumst niður og förum yfir 12 skref sem eru góð að hafa íhuga með komandi hausti og vetri. Sálfræðiheilinn á Röggu og heilinn á mér er ágætt kombó og náum við að dekka ansi mikið á þessum rétt rúmlega klukkutíma. Hlusta á innsæið, setja mörk, læra að segja hið hreinskilna nei, við förum enn og aftur yfir ráðið sem breytti mínu lífi persónulega og ráð við afbrýðissemi. Þátturinn er í boði Dominos og Chitocare - www.instagram.com/helgiomarsson www.instagram.com/chitocare www.instagram.com/dominos_iceland

Sep 2020

1 hr 1 min

Bylgja Borgþórsdóttir sló rækilega í gegn á hinu vinsæla Morðcasti með geggjuðum persónuleika, einlægni og réttlætiskennd. Í þessum þætti fáum við að kynnast henni betur og förum við yfir hin ýmsu mál eins og ættleiðingaferli son hennar, gröfum djúpar í réttlætiskennd hennar og svo yfir það sem tengjum mig og hana nokkuð vel: Eurovision - Bylgja er svo sannarlega magnaður karakter og persónuleg skoðun mín er að hún ætti að skella sér á þing eða skora á Guðna Th í næstu forsetakosningum. Það var mikil ánægja að fá að spjalla við hana og veit að þessi þáttur á eftir að kalla fram bros á vör. Þátturinn er í boði Smáralindar - Stefið er eftir Arnar Boga/Boji Logo eftir Andreu Jóns hjá 29Línum Instagram: @helgiomarsson trendnet.is/helgiomars

Jun 2020

2 hr 5 min

Innblásturinn af þessum þætti kemur frá upplifun minni. Ég skríðandi leitaði til Röggu Nagla og bað hana um sálfræðiaðstoð. Hausinn á mér var á ótrúlega sérstökum stað og hjálpaði hún mér aftur á beinu brautina. Eftir allt saman þá áttaði ég mig á því að ég var ekki einn á þessum skrýtna stað innra með mér. Við brjótum niður viðfangsefnið sem aðallega tengist að vera sig saman við aðra, og þetta nýja hugtak - impostor syndrome/experience. Það var magnað að kynnast því og sérstaklega að hugsa til þess hvað við mörg höfum lent í þessari upplifun. Hugsanir sem koma hjá öllum, en hvernig dílum við það? Hvaða verkfæri notum við? Og hvað er þetta? Ragga Nagli er með mér að fara í gegnum þetta allt saman. Hún er jú sálfræðingur og er sólkerfi af visku, svo óbeinn sálfræðitími handa öllum! Þessi þáttur er handa okkur. Njótið vel og vona að þetta gefi ykkur eitthvað gott í hjartað og hausinn. Instagram: @helgiomarsson @ragganagli Þessi þáttur er í boði Smáralindar @smaralind Tónlist eftir Arnar Boga/Boji Logo eftir Andreu Jóns hjá 29Línur

May 2020

1 hr 3 min

Við Naglinn settumst niður og ræddum þessa ótrúlega skrýtnu tíma. Þar á meðal hvernig hægt er nýta tímann á uppbyggjandi hátt, hvernig við getum lært að þekkja og tækla heilsukvíðann og kvíðann almennt sem þessir tímar geta kallað fram. Ragga Nagli með síma þekkingu kemur með frábær ráð fyrir hlustendur. ATH Þessi þáttur var tekinn upp í 15 mars - .. og Söndru Bullock myndin sem við tölum um heitir Birdbox Þessi þáttur er í boði Smáralind Instagram: @helgiomarsson @ragganagli @smaralind Lag eftir Arnar Boga Ómarsson / BOJI Logo eftir Andreu Jóns hjá 29Línur

Mar 2020

1 hr 1 min

Master Ragga Nagli, með nokkrar sálfræðigráður í vasanum og mögulega gáfaðasta manneskja sem ég þekki. Ég var spenntur að heyra frá henni varðandi meðvirkni, en það er hægt að grafa endalaust í það hugtak og hún kemur í öllum stærðum, gerðum, litum og tegundum. Þátturinn endaði með að vera hinn stórkostlegasti masterclass með Röggu, enda alveg frábært að fá upplýsingar frá sálfræðilegum sjónarhornum. Ásamt meðvirkni ræddum við að setja mörk, hvernig og afhverju. Hreinskilnu nei og já-in ásamt smá Eurovision, hróspungalífið og smá af allskonar. Njótið vel! Þessi þáttur er í boði Smáralindar - Instagram: @helgiomarsson @ragganagli @smaralind Heilsuvarp Röggu Nagla á Apple Podcast og Spotify Tónlist eftir Boji Logo eftir Andreu Jóns frá 29linur.com

Mar 2020

1 hr

Eva Dögg er frumkvöðull af bestu gerð og er ein af stofnendum RvkRitual. Alfróð grasagudda, jóga gúru, og markaðskona. Við náum að fara yfir ótrúlega yfir alveg ótrúlega margt í þessum fræðandi þætti. Hvert er raunverulegt mikilvægi öndunar? En Eva segir meðal annars að ef við stjórnum önduninni þá stjórnum við lífi okkar. Stór orð en í þessum þætti segir hún okkur frá afhverju og hvernig. Tengingin okkar við boðefnin og líkamann okkar. Við ræðum samansem merki milli sjálfsaga og sjálfsástar ásamt því að fá mjög skemmtilega fræðslu um ilmkjarnaolíur og áhrif þeirra. Eva sprengdi Ísland um jólin með heimagerða sleipiefninu sínu og þar segir hún frá því ævintýri. Snar uppselt sleipiefni og biðlistar. Þið þurfið að heyra meira! Þessi þáttur er gríðarlega fræðslumikill og hollur fyrir alla á öllum aldri. Þessi þáttur er í boði Smáralindar - Instagram: @helgiomarsson @evadoggrunars @smaralind

Feb 2020

1 hr 32 min

Hin eina sanna Birgitta Haukdal. Hana þarf ekki að kynna en hún hefur verið idolið mitt frá því ég var lítill og forvitni mín fær svo sannarlega að njóta sín í þessum þætti. Við ræðum fyrst og fremst tímalínuna, hvaðan ferillinn byrjaði og keyrslan sem fylgdi lífinu á Írafár tímanum. Að sjálfssögðu spyr ég hana um Eurovision. Hvað tók við eftir Írafár? Hvernig var að búa í Barcelóna og hvernig fótaði hún sig þar eftir 10 ára keyrslu í bransanum. Við tölum um þakklætið, erfiðu og lærdómsríku tímana ásamt íkonísku tónleikana í Hörpunni og allt bæði fyrir og eftir. Við fórum út um víðan völl í þessum þætti og með einlægni að leiðarljósi kemur hún einnig með ótrúlega fræðandi mola og veitir innblástur með orðum sínum í gegnum spjallið. Instagram: @birgittahaukdal @helgiomarsson trendnet.is/helgiomarsson Þessi þáttur er í boði Smáralindar - Tónlist er eftir Arnar Boga Ómarsson / Boji á Spotify Logo-ið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur -

Feb 2020

1 hr 26 min